Heimilislegar og lágstemmdar kvöldmessur í Bústaðakirkju

17. júlí 2024

Heimilislegar og lágstemmdar kvöldmessur í Bústaðakirkju

Bústaðakirkja í kvöldsólinni

Sú hefð hefur skapast í Bústaðakirkju í Fossvogsprestakalli að hafa kvöldmessur yfir sumartímann með þekktu tónlistarfólki.

Síðast liðinn sunnudag söng Margrét Hannesdóttir létt dægurlög í kvöldmessunni og næstkomandi sunnudag þann 21. júlí kl. 20:00 mun Jóhann Friðgeir Valdimarsson syngja einsöng og leiða almennan safnaðarsöng, ásamt Jónasi Þóri organista.

Sr. Þorvaldur Víðisson flytur hugleiðingu og leiðir stundina ásamt messuþjónum.

Guðspjall kvöldsins er einn af frægari textum Biblíunnar, fenginn úr Matteusarguðspjalli og hljóðar svona:

„Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“

Þessi texti hefur gjarnan verið kallaður Gullna reglan.

Að þessu sinni er kvöldmessan eina messan í Fossvogsprestakalli, þar sem sumarlokun stendur yfir í Grensáskirkju fram yfir verslunarmannahelgi.

Í frétt frá Bústaðakirkju segir:

„Kvöldmessurnar í Bústaðakirkju eru heimilislegar og lágstemmdar.

Litúrgían er einföld, þar sem Taize sálmar eru til dæmis sungnir í stað hefðbundinnar miskunnarbænar og dýrðarsöngs.

Verið hjartanlega velkomin til helgihalds í Fossvogsprestakalli."

 

Hér fyrir neðan eru myndir af sr. Þorvaldi, Jónasi Þóri og Jóhanni Friðgeir.

slg



Myndir með frétt

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Tónlist

  • Trúin

  • Biblían

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls