Kirkjudagarnir nálgast

6. ágúst 2024

Kirkjudagarnir nálgast

Lindakirkja

Nú þegar verslunarmannahelgin er liðin fer fólk að týnast heim úr sumarleyfum og bráðum byrja skólarnir.

Kirkjustarf hefur verið blómlegt í sumar og hefur kirkjan.is sagt frá mörgu sem þar hefur verið á dagskrá.

Vetrarstarfið er víðast hvar með öðru sniði og fer það á fullt í september.

Í ár verða sérstakir kirkjudagar haldnir í upphafi starfsins.

Á þeim verður allsherjar kynning á afar fjölbreyttu starfi kirkjunnar.

Þeir fara að mestu leyti fram í Lindakirkju í Kópavogi.

Kirkjudagarnir hefjast sunnudaginn 25. ágúst kl. 11:00 með kveðjumessu frú Agnesar M. Sigurðardóttur biskups Íslands í Dómkirkjunni í Reykjavík og lýkur með biskupsvígslu sr. Guðrúnar Karls Helgudóttur í Hallgrímskirkju.

Á kirkjudögunum verða málstofur og kynningarbásar.

Málstofurnar verða á kvöldin frá mánudeginum 26. ágúst til fimmtudagsins 29. ágúst kl. 18:00, 19:00 og 20:00.

Málstofurnar hefjast og þeim lýkur með helgistundum kl. 17:30 og kl. 21:00.

Efni málstofanna verður kynnt síðar.

Kynningarbásar verða föstudaginn 30. ágúst og laugardaginn 31. ágúst.

Meðal þess sem kynnt verður í kynningarbásunum er:

Eldriborgararáð, Biblíufélagið, Kirkjuhúsið/Skálholtsútgáfa, ÆSKÞ/ÆSKH, íslenska kirkjan erlendis, KFUM og KFUK, Hjálparstarf kirkjunnar, Kristniboðssambandið, Vinir í bata, Kyrrðarbænasamtökin, Samtök um náttúrulega safnaðaruppbyggingu, Tónskólinn, Kvennakirkjan, Örninn og margt fleira.

Fylgist vel með á kirkjan.is

 

slg

  • Alþjóðastarf

  • Barnastarf

  • Biblían

  • Biskup

  • Eldri borgarar

  • Fræðsla

  • Guðfræði

  • Hjálparstarf

  • Kærleiksþjónusta

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Ráðstefna

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Umhverfismál

  • Umhverfismál og kirkja

  • Viðburður

  • Vígsla

  • Æskulýðsmál

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði