Áslaug Arna flytur Hólaræðuna

7. ágúst 2024

Áslaug Arna flytur Hólaræðuna

Hóladómkirkja

Hin árlega Hólahátíð verður haldin heima á Hólum dagana 17. og 18. ágúst.

Hólahátíð hefur um árabil verið ein mesta hátíð kirkjunnar á Norðurlandi.

Dagskráin er fjölbreytt að venju.

Laugardaginn 17. ágúst verður gengin pílagrímaganga úr Svarfaðardal heim til Hóla.

Rúta fer frá Hólum kl. 8:00 og lagt verður af stað frá Atlastöðum í Svarfaðardal kl.10:00.

Göngustjóri verður sr. Þorgrímur Daníelsson sóknarprestur í Þingeyjarprestakalli.

Sama dag verður pílagrímaganga upp í Gvendarskál, sem er í Hólabyrðunni ofan Hólastaðar.

Lagt verður af stað frá Hólum kl. 14:00.

Göngustjóri verður Karl Lúðvíksson.

Skráning í göngurnar er í síma 893-7838.

Að loknum pílagrímagöngunum verður helgistund í Hóladómkirkju kl. 18:30 þar sem tekið verður á móti pílagrímum og skírnarinnar minnst.

Kvöldverður verður síðan á Kaffi Hólum.

Dagskrá sunnudagsins 18. ágúst hefst með tíðargjörð í Hóladómkirkju kl. 10:00.

Kl. 11:00 verða síðan orgeltónleikar í kirkjunni þar sem dr. Vidas Pinkevicius og dr. Ausra Motuzaite-Pinkeviciene, alþjóðlegir konsertorganistar og kennarar við Háskólann í Vilníus í Litháen, leika á orgel kirkjunnar.

Kl. 14:00 er hátíðarmessa í Hóladómkirkju þar sem frú Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands prédikar og kveður Hólastifti.

Sr. Halla Rut Stefánsdóttir, prestur í Skagafjarðarprestakalli, sr. Gísli Gunnarsson vígslubiskup á Hólum, sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti og sr. Guðrún Karls Helgudóttur verðandi biskup Íslands þjóna fyrir altari.

Skagfirski kammerkórinn og Kirkjukór Hóladómkirkju syngja.

Organisti er Jóhann Bjarnason.

Eftir messuna verður veislukaffi á veitingastaðnum Kaffi Hólar.

Kl. 16:10 hefst svo hátíðarsamkoma í Hóladómkirkju.

Ræðumaður að þessu sinni verður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunaráðherra.

Tónlist flytja Berglind Stefánsdóttir flautuleikari og Sigurgeir Agnarsson sellóleikari.

Einnig flytja ávörp sr. Gísli Gunnarsson og sr. Guðrún Karls Helgudóttir.

Í aðdraganda Hólahátíðar verða orgeltónleikar þar sem dr. Ausra Motuzaite- Pinkeviciene og dr. Vidas Pinkevicius munu vera með orgeltónleika á vegum vígslubiskupsembættisins í Blönduóskirkju þriðjudaginn 13. ágúst kl. 13:00 og í Akureyrarkirkju miðvikudaginn 14. ágúst kl. 20:00.

Að kvöldi 14. ágúst verða síðan tónleikar í Hóladómkirkju kl. 20:00.

Þýskur stúlknakór, Pfälzische Kurrende syngur.

Stjórnandi er Carola Bischoff.

 

Sjá dagskrána í heild sinni hér fyrir neðan.


slg



Myndir með frétt

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Menning

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Trúin

  • Vígslubiskup

  • Biskup

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði