Áslaug Arna flytur Hólaræðuna

7. ágúst 2024

Áslaug Arna flytur Hólaræðuna

Hóladómkirkja

Hin árlega Hólahátíð verður haldin heima á Hólum dagana 17. og 18. ágúst.

Hólahátíð hefur um árabil verið ein mesta hátíð kirkjunnar á Norðurlandi.

Dagskráin er fjölbreytt að venju.

Laugardaginn 17. ágúst verður gengin pílagrímaganga úr Svarfaðardal heim til Hóla.

Rúta fer frá Hólum kl. 8:00 og lagt verður af stað frá Atlastöðum í Svarfaðardal kl.10:00.

Göngustjóri verður sr. Þorgrímur Daníelsson sóknarprestur í Þingeyjarprestakalli.

Sama dag verður pílagrímaganga upp í Gvendarskál, sem er í Hólabyrðunni ofan Hólastaðar.

Lagt verður af stað frá Hólum kl. 14:00.

Göngustjóri verður Karl Lúðvíksson.

Skráning í göngurnar er í síma 893-7838.

Að loknum pílagrímagöngunum verður helgistund í Hóladómkirkju kl. 18:30 þar sem tekið verður á móti pílagrímum og skírnarinnar minnst.

Kvöldverður verður síðan á Kaffi Hólum.

Dagskrá sunnudagsins 18. ágúst hefst með tíðargjörð í Hóladómkirkju kl. 10:00.

Kl. 11:00 verða síðan orgeltónleikar í kirkjunni þar sem dr. Vidas Pinkevicius og dr. Ausra Motuzaite-Pinkeviciene, alþjóðlegir konsertorganistar og kennarar við Háskólann í Vilníus í Litháen, leika á orgel kirkjunnar.

Kl. 14:00 er hátíðarmessa í Hóladómkirkju þar sem frú Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands prédikar og kveður Hólastifti.

Sr. Halla Rut Stefánsdóttir, prestur í Skagafjarðarprestakalli, sr. Gísli Gunnarsson vígslubiskup á Hólum, sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti og sr. Guðrún Karls Helgudóttur verðandi biskup Íslands þjóna fyrir altari.

Skagfirski kammerkórinn og Kirkjukór Hóladómkirkju syngja.

Organisti er Jóhann Bjarnason.

Eftir messuna verður veislukaffi á veitingastaðnum Kaffi Hólar.

Kl. 16:10 hefst svo hátíðarsamkoma í Hóladómkirkju.

Ræðumaður að þessu sinni verður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunaráðherra.

Tónlist flytja Berglind Stefánsdóttir flautuleikari og Sigurgeir Agnarsson sellóleikari.

Einnig flytja ávörp sr. Gísli Gunnarsson og sr. Guðrún Karls Helgudóttir.

Í aðdraganda Hólahátíðar verða orgeltónleikar þar sem dr. Ausra Motuzaite- Pinkeviciene og dr. Vidas Pinkevicius munu vera með orgeltónleika á vegum vígslubiskupsembættisins í Blönduóskirkju þriðjudaginn 13. ágúst kl. 13:00 og í Akureyrarkirkju miðvikudaginn 14. ágúst kl. 20:00.

Að kvöldi 14. ágúst verða síðan tónleikar í Hóladómkirkju kl. 20:00.

Þýskur stúlknakór, Pfälzische Kurrende syngur.

Stjórnandi er Carola Bischoff.

 

Sjá dagskrána í heild sinni hér fyrir neðan.


slg



Myndir með frétt

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Menning

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Trúin

  • Vígslubiskup

  • Biskup

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls