Umsækjendur um Hafnarfjarðarprestakall

9. ágúst 2024

Umsækjendur um Hafnarfjarðarprestakall

Hafnarfjarðarkirkja

Biskup Íslands óskaði nýlega eftir presti til þjónustu við Hafnarfjarðarprestakall í Kjalarnessprófastsdæmi.

Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf 1. október n.k.

Tíu umsóknir bárust:

Sr. Dagur Fannar Magnússon

Bjarki Geirdal Guðfinnsson, mag. theol.

Átta umsækjendur óska nafnleyndar.

Prestakallið

Sóknarmörk Hafnarfjarðarsóknar liggja austan Reykjavíkurvegar, að Áslandi austan Reykjanesbrautar og Hvaleyrarholt vestan Reykjanesbrautar. Hafnarfjarðarsókn, sem tilheyrir Kjalarnesprófastsdæmi, er fjölmenn sókn með 15.352 íbúa.

Í sókninni eru 4 grunnskólar, 8 leikskólar, 1 framhaldsskóli, 2 heilsugæslustöðvar og eitt hjúkrunarheimili.

Gott samstarf kirkjunnar er við allar þessar stofnanir.

Í Hafnarfjarðarprestakalli er ein sóknarkirkja, Hafnarfjarðarkirkja auk Krýsuvíkurkirkju sem endurvígð var árið 2022.

Hafnarfjarðarkirkja er eitt af megin kennileitum Hafnarfjarðar og á sér langa og viðburðaríka sögu innan samfélagsins.

Kirkjan sjálf er afar vel staðsett í hjarta bæjarins og er allur aðbúnaður góður.

Starfinu fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem og við þjóðkirkjuna og önnur kirkjuleg stjórnvöld.

Allar gildar umsóknir fara til valnefndar sem fer yfir allar umsóknir og boðar umsækjendur til viðtals innan þriggja vikna frá lokum umsóknarfrests, sbr. 8. starfsreglna um ráðningu í prestsstörf.

Valnefnd skal ná samstöðu um einn umsækjenda en valið skal byggt á fyrirliggjandi þarfagreiningu og rökstutt á grundvelli hennar.

Í framhaldinu ræður biskup viðkomandi í starfið, að því gefnu að hann telji niðurstöður valnefndar reistar á lögmætum sjónarmiðum.


slg





  • Kirkjustaðir

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Samstarf

  • Starfsumsókn

  • Þjóðkirkjan

  • Biskup

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls