Vilt þú vera sjálfboðaliði á Kirkjudögunum?

13. ágúst 2024

Vilt þú vera sjálfboðaliði á Kirkjudögunum?

Kirkjudagar þjóðkirkjunnar fara fram 25.ágúst til 1. september.

Mikill undirbúningur hefur verið í langan tíma fyrir þá fjölbreyttu dagskrá sem þar verður í boði.

Fjöldi sjálfboðaliða verður að störfum í Lindakirkju á meðan dagskráin fer fram, en alltaf má bæta við.

Það er nefnilega enn hægt að slást í hópinn, því þörf er á fleiri sjálfboðaliðum til starfa, sérstaklega á laugardeginum 31. ágúst.

Í boði eru fjölbreytilegar og skemmtilegar vaktir víðsvegar um svæðið.

Sem dæmi má nefna:

að aðstoða við föndur, leiki, matarföndur og grill, kynningarbása, útisvið, hoppukastala og að vísa á bílastæði.

Hægt er að skrá sig hér.

Þema Kirkjudaganna er „Sælir eru friðflytjendur“ og því eru allir sjálfboðaliðar friðflytjendur.

Allir sjálfboðaliðar verða klæddir í friðflytjendabol sem auðkennir þá sem starfsfólk á svæðinu.

Sjálfboðaliðar mega síðan eiga sína boli.

Sjá mynd af bolnum hér fyrir neðan.

Veitingar verða í boði fyrir sjálfboðaliða.

Skipulagsfundur fyrir sjálfboðaliða verður haldinn fimmtudaginn 15. ágúst kl. 17:00-19:00 í Lindakirkju.

Boðið verður upp á kvöldverð.


slg


Myndir með frétt

  • Barnastarf

  • Kærleiksþjónusta

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Ráðstefna

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Sjálfboðaliðar

  • Þjóðkirkjan

  • Æskulýðsmál

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði