Myndbönd fyrir Kirkjudaga 2024

14. ágúst 2024

Myndbönd fyrir Kirkjudaga 2024

Kirkjudagar þjóðkirkjunnar fara fram 25. ágúst – 1. september eins og fram hefur komið á kirkjan.is.

Frá 26. - 31. ágúst fara þeir fram í Lindakirkju í Kópavogi.

Hvað eru Kirkjudagar?

Á Kirkjudögum vill kirkjan minna á sig og starfið í kirkjunni og söfnuðunum um land allt.

Um leið vill kirkjan vekja fólk til umhugsunar um þetta brýna málefni: Frið.

Nú hafa splunkuný kynningarmyndbönd verið sett í dreifingu á samfélagsmiðlana.

Þar er fjallað um yfirskrift Kirkjudaga: „Sælir eru friðflytjendur“.

Tilgangur myndbandanna er að vekja fólk til umhugsunar um þema Kirkjudaganna.

Leitað var til fólks víða að úr samfélaginu sem svaraði spurningum sem tengjast því hvaða merkingu það hefur að vera friðflytjandi.

Myndböndin eru til dreifingar og er að finna á Facebook síðu Kirkjudaga.

Á næstu dögum birtist eitt myndband hvern dag.

Samtals eru þetta 11 myndbönd.

Undirbúningsnefnd Kirkjudaganna hvetur fólk til að fylgjast með og taka þátt í því að dreifa þeim á samfélagsmiðla.

Fyrstu fimm myndböndin má finna hér:

1. Hvaða merkingu hefur orðið friðflytjandi fyrir þér?

2. Hvaða gildi finnst þér mikilvægt að friðflytjendur hafi að leiðarljósi?

3. Hvaða merkingu leggur þú í orðið friðflytjandi?

4. Hvað gerir þú helst sem friðflytjandi?

5. Hvað er það helst sem þú gerir sem friðflytjandi?

 

Fylgist með næstu myndböndum hér.




slg


  • Guðfræði

  • Kærleiksþjónusta

  • Kirkjustaðir

  • Prestar og djáknar

  • Ráðstefna

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Fræðsla

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði