Kvæðamessa á Akureyri

15. ágúst 2024

Kvæðamessa á Akureyri

Glerárkirkja og Akureyrarkirkja standa saman að fjölbreyttum sumarmessum í Akureyrarkirkju kl. 11:00 á sunnudögum.

Sunnudaginn 18. ágúst verður bryddað upp á þeirri nýung að halda kvæðamessu með Kvæðamannafélaginu Gefjuni.

Þetta mun vera í fyrsta skipti sem slík stund er haldin, þar sem íslensk kvæði með trúarlegum tilvísunum eru kveðin á milli hefðbundinna liða guðsþjónustunnar.

Vísur eftir Steingrím Thorsteinson, Jón Magnússon og Stefán frá Hvítadal munu hljóma í fagurri hvelfingu Akureyrarkirkju, auk þjóðvísna sem eru alþekktar.

Ein vísa Steingríms er svona:

Tölum við um tryggð og ást,

tíma löngu farna,

unun sanna, er aldrei brást,

eilífa von guðs barna.

Nú eru liðin 95 ár frá stofnun Kvæðamannafélagsins Iðunnar í Reykjavík, þann 15. september árið 1929.

Kvæðamannafélagið Gefjun á Akureyri er nokkuð yngra, stofnað árið 2005 og fagnar því 20 ára afmæli sínu á næsta ári.

Sr. María Guðrúnar Ágústsdóttir leiðir guðsþjónustuna ásamt félögum úr Kvæðamannafélaginu Gefjuni.

Myndin sem fylgir fréttinni er úr Bændablaðinu.


slg


Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • Menning

  • Messa

  • Nýjung

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Kirkjustaðir

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði