Sr. Sally Azar með málstofu á kirkjudögum
Kirkjudagar þjóðkirkjunnar fara fram 25. ágúst til 1. september og hefjast með kveðjumessu frú Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups og lýkur með biskupsvígslu sr. Guðrúnar Karls Helgudóttur verðandi biskups Íslands.
Á kirkjudögunum verða afar áhugaverðar málstofur í Lindakirkju í Kópavogi alla dagana.
Fimmtudaginn 29. ágúst er dagskráin á þessa leið:
Kl. 18:00
Sr. Sally Azar prestur í Palestínu verður í samtali við dr. Sivin Kit frá Lútherska heimssambandinu.
Sjá frétt um sr. Sally Azar sem birtist á kirkjan.is is fyrr í sumar.
Dr. Sivin Kit er guðfræðingur frá Malaysiu, og er yfirmaður Department for Theolgy, Mission And Justice hjá Lútherska heimssambandinu í Genf.
Í málstofunni munu þau ræða saman um Lútherska heimssambandið sem friðflyjanda.
Málstofan fer fram á ensku.
Þá verður Kristniboðssambandið með málstofu sem ber yfirskriftina:
70 ára kröftug kirkja í Konsó, en í haust eru 70 ár liðin frá komu fyrstu kristniboðanna til Konsó í Eþíópíu.
Kl. 19:00 verður dr. Sivin Kit með málstofu sem ber yfirskriftina:
Hvað er Lútherska heimssambandið?
Málstofan fer fram á ensku.
Á sama tíma verður Kristniboðssambandið með aðra málstofu sem ber yfirskriftina:
Kristniboð er friðarstarf.
Hverju breytir fagnaðarerindið í heimi sterkra þjóðflokkahyggju og hvar liggja áskoranirnar?
Kl. 20:00 er þriðja málstofan á vegum Kristniboðssambandsins, sem ber yfirskriftina:
Ofsóknir – andhverfa friðarins.
Þar verður fjallað um ofsóknir á hendur kristnu fólki um víða veröld, stöðu mála, hvar ofsóknir eru mestar, hvers vegna og hver sé ábyrgð okkar.
Á sama tíma verður sr. Heiðrún H. Bjarnadóttir Beck sóknarprestur í Borgarnesi með málstofu sem ber yfirskriftina:
Fólk á flótta?
slg