Sr. Sigríður Kristín komin til starfa í Fossvogsprestakalli

16. ágúst 2024

Sr. Sigríður Kristín komin til starfa í Fossvogsprestakalli

Sr. Sigríður Kristín Helgadóttir

Sr. Sigríður Kristín Helgadóttir fyrrum sóknarprestur í Breiðabólsstaðarprestakalli er nýráðinn prestur við Fossvogsprestakall.

Hún þjónar við prestakallið í fjarveru sr. Maríu Guðrúnar Ágústsdóttur, sem þjónar í afleysingu til áramóta við Glerárkirkju á Akureyri og sr. Evu Bjarkar Valdimarsdóttur, sem nú þjónar sem biskupsritari.

Sr. Sigríður Kristín þjónar í helgihaldi sunnudagsins 18. ágúst bæði í Bústaðakirkju og Grensáskirkju.

Messa fer fram í Grensáskirkju kl. 11:00, þar sem Kirkjukór Grensáskirkju syngur undir stjórn Ástu Haraldsdóttur organista.

Gengið verður til altaris.

Sr. Sigríður Kristín prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum.

Kvöldmessa fer fram í Bústaðakirkju kl. 20:00.

Una Dóra Þorbjörnsdóttir, sópran og Marteinn Snævarr Sigurðsson, tenór leiða almennan safnaðarsöng og syngja valda dúetta við undirleik Jónasar Þóris organista.

Gunnar Kristinn Óskarsson leikur á trompet.

Sr. Sigríður Kristín flytur hugleiðingu og leiðir stundina ásamt messuþjónum.

Hugleiðingarefni dagsins eru meðal annars spurningarnar:

Hvað er að vera trúuð manneskja?

Er það eitthvað sem hefst í fyrstu tilraun?

Í spádómsbók Jesaja segir:

Brákaðan reyrinn brýtur hann ekki sundur og dapran hörkveik slekkur hann ekki (Jes. 42:3)

Myndirnar hér fyrir neðan eru annars vegar af Ástu Haraldsdóttur organista Grensáskirkju og hins vegar af Unu Dóru, Marteini Snævarri og Jónasi Þóri.


slg


Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Starf

  • Þjóðkirkjan

  • Tónlist

  • Trúin

  • Kirkjustaðir

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði