Sr. Jóhanna ráðin

21. ágúst 2024

Sr. Jóhanna ráðin

Sr. Jóhanna

Biskup Íslands óskaði nýlega eftir sóknarpresti til þjónustu við Víkurprestakall í Suðurprófastsdæmi.

Miðað var við að viðkomandi gæti hafið störf 1. september n.k.

Tvær umsónkir bárust og hefur valnefnd valið sr. Jóhönnu Magnúsdóttur í starfið.

Biskup Íslands hefur staðfest ráðninguna.

 

Prestakallið

Í Víkurprestakalli í Suðurprófastsdæmi eru sex sóknir.

Heildaríbúfjöldi er 1.409 og sóknarbörn eru 441.

Prestakallið afmarkast af Markarfljóti að vestan auk Hólmabæja, vestan Markarfljóts og Blautukvísl á Mýrdalssandi að austan.

Víkurprestakall er á samstarfssvæði með Kirkjubæjarklaustursprestakalli.

Í prestakallinu eru átta guðshús.

Húsnæði fyrir sóknarprest er til staðar í Vík og starfsaðstaða hans er í sameiginlegu húsnæði á vegum sveitarfélagsins.

Vík er stærsti byggðarkjarni prestakallsins og þar búa flest sóknarbörnin.

Þar er leikskóli, grunnskóli og tónlistarskóli.

Í Vík er hjúkrunar og dvalarheimilið Hjallatún.

 

Sr. Jóhanna Magnúsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1961, dóttir Magnúsar Björnssonar og Valgerðar Kristjánsdóttur.

Jóhanna ólst upp í Reykjavík þaðan sem hún lauk stúdentsprófi og cand. theol. gráðu frá Háskóla Íslands.

Í framhaldi lauk hún kennsluréttindanámi frá Kennaraháskóla Íslands.

Hún hefur fjölbreytta starfsreynslu.

Hún starfaði m.a. sem aðstoðarskólastjóri Menntaskólans Hraðbrautar í sex ár að loknu háskólaprófi.

Hún var vígð sem sérþjónustuprestur til Sólheima í Grímsnesi árið 2015.

Hún hefur síðan sinnt prestsþjónustu í Skálholtsprestakalli, Kirkjubæjarklaustursprestakalli og einnig leyst af í Digranes og Hjallaprestakalli.

Sr. Jóhanna hefur auk þess reynslu af kirkjustarfi, starfað sjálfstætt sem ráðgjafi og unnið við námskeiðahald auk þess að starfa við kennslu fyrir símenntunarmiðstöðvar.

Sr. Jóhanna á þrjú börn og þrjú barnabörn.

 

slg


  • Kirkjustaðir

  • Leikmenn

  • Prestar og djáknar

  • Prestsbústaðir

  • Samstarf

  • Starf

  • Þjóðkirkjan

  • Biskup

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði