Streymt verður frá öllum dagskrárliðum kirkjudaganna

21. ágúst 2024

Streymt verður frá öllum dagskrárliðum kirkjudaganna

Kirkjudagar þjóðkirkjunnar verða haldnir dagana 25. ágúst til 1. september.

Hefjast þeir með kveðjumessu frú Agnesar M. Sigurðardóttur biskups Íslands og lýkur með biskupsvígslu sr. Guðrúnar Karls Helgudóttur.

Kveðjumessan fer fram í Dómkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 25. ágúst kl. 11:00 og biskupsvígslan fer fram í Hallgrímskirkju í Reykjavík sunnudaginn 1. september kl. 14:00.

Kirkjudagarnir fara fram í Lindakirkju og má sjá dagskrá þeirra hér.

Beint streymi verður frá öllum dagskrárliðum, þ.e. kveðjumessu biskups og setningu Kirkjudaganna á sunnudeginum.

Hlekkinn má finna þegar nær dregur á kirkjudagar.is.

Einnig verður erindum og umræðum streymt, sem fara fram frá mánudegi til fimmtudags, svo og afhendingu Liljunnar og Sálmafossinum, sem fram fer á föstudeginum.

Laugardaginn 31. ágúst verður streymt frá dagskránni í kirkjunni og erindum og umræðum.


slg


  • Fræðsla

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Ráðstefna

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Tónlist

  • Biskup

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði