Sr. Kristján ráðinn
Biskup Íslands óskaði nýlega eftir sóknarpresti til þjónustu við Breiðabólstaðarprestakall í Suðurprófastsdæmi.
Miðað var við að viðkomandi gæti hafið störf 1. nóvember n.k.
Fimm umsókir bárust.
Valnefnd hefur valið sr. Kristján Arason sóknarprest í Patreksfjarðarprestakalli í starfið og hefur biskup Íslands staðfest ráðninguna.
Prestakallið
Prestakallið tilheyrir Suðurprófastdæmi og er á samstarfssvæði með Odda og Fellsmúlaprestakalli.
Breiðabólstaðarprestakall samanstendur af fimm sóknum:
Stórólfshvolssókn sem er stærst, Breiðabólstaðarsókn, Hlíðarendasókn, Akureyjarsókn og Krosssókn.
Heildarfjöldi íbúa er 1.824, þar af eru 1.091 í þjóðkirkjunni.
Í prestakallinu eru sex guðshús:
Stórólfshvolskirkja á Hvolsvelli, Breiðabólstaðarkirkja, Hlíðarendakirkja, Akureyjarkirkja, Krosskirkja og Voðmúlastaðakapella.
Prestsbústaður er á Breiðabólstað og þar er starfsaðstaða sóknarprestsins.
Sr. Kristján Arason er fæddur 31. ágúst árið 1991 og ólst upp á bænum Helluvaði á Rangárvöllum.
Foreldrar hans eru Anna María Kristjánsdóttir og Ari Árnason fyrverandi bændur á Helluvaði.
Hann er kvæntur Evu Sóleyju Þorkelsdóttur frá bænum Mel á Mýrum.
Þau eiga saman þrjú börn, Harald Heiki þriggja ára, Sóldísi Klöru sex ára og Birki Daða níu ára.
Kristján lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurlands árið 2010 og lauk tveimur árum í mannfræði frá Háskóla Íslands og útskrifaðist svo með með mag. theol gráðu frá sama skóla árið 2017 eftir 4ra ára nám.
Sr. Kristján Arason hefur starfað sem sóknarprestur í Patreksfjarðarprestakalli frá 1. júní 2018.
Einnig hefur hann starfað sem varðstjóri í slökkviliði Vesturbyggðar og setið í undirkjörstjórn Patreksfjarðar auk þess að hafa setið í stjórn marga félagasamtaka, svo sem Lionsklúbbs Patrekssfjarðar og íþróttafélagsins Harðar.
slg