Sr. Kristján ráðinn

23. ágúst 2024

Sr. Kristján ráðinn

Sr. Kristján Arason

Biskup Íslands óskaði nýlega eftir sóknarpresti til þjónustu við Breiðabólstaðarprestakall í Suðurprófastsdæmi.

Miðað var við að viðkomandi gæti hafið störf 1. nóvember n.k.

Fimm umsókir bárust.

Valnefnd hefur valið sr. Kristján Arason sóknarprest í Patreksfjarðarprestakalli í starfið og hefur biskup Íslands staðfest ráðninguna.

Prestakallið

Prestakallið tilheyrir Suðurprófastdæmi og er á samstarfssvæði með Odda og Fellsmúlaprestakalli.

Breiðabólstaðarprestakall samanstendur af fimm sóknum:

Stórólfshvolssókn sem er stærst, Breiðabólstaðarsókn, Hlíðarendasókn, Akureyjarsókn og Krosssókn.

Heildarfjöldi íbúa er 1.824, þar af eru 1.091 í þjóðkirkjunni.

Í prestakallinu eru sex guðshús:

Stórólfshvolskirkja á Hvolsvelli, Breiðabólstaðarkirkja, Hlíðarendakirkja, Akureyjarkirkja, Krosskirkja og Voðmúlastaðakapella.

Prestsbústaður er á Breiðabólstað og þar er starfsaðstaða sóknarprestsins.

Sr. Kristján Arason er fæddur 31. ágúst árið 1991 og ólst upp á bænum Helluvaði á Rangárvöllum.

Foreldrar hans eru Anna María Kristjánsdóttir og Ari Árnason fyrverandi bændur á Helluvaði.

Hann er kvæntur Evu Sóleyju Þorkelsdóttur frá bænum Mel á Mýrum.

Þau eiga saman þrjú börn, Harald Heiki þriggja ára, Sóldísi Klöru sex ára og Birki Daða níu ára.

Kristján lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurlands árið 2010 og lauk tveimur árum í mannfræði frá Háskóla Íslands og útskrifaðist svo með með mag. theol gráðu frá sama skóla árið 2017 eftir 4ra ára nám.

Sr. Kristján Arason hefur starfað sem sóknarprestur í Patreksfjarðarprestakalli frá 1. júní 2018.

Einnig hefur hann starfað sem varðstjóri í slökkviliði Vesturbyggðar og setið í undirkjörstjórn Patreksfjarðar auk þess að hafa setið í stjórn marga félagasamtaka, svo sem Lionsklúbbs Patrekssfjarðar og íþróttafélagsins Harðar.


slg


  • Kirkjustaðir

  • Prestar og djáknar

  • Prestsbústaðir

  • Samstarf

  • Starf

  • Þjóðkirkjan

  • Biskup

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði