Málstofur í dag og kvöld

27. ágúst 2024

Málstofur í dag og kvöld

Í dag þriðjudaginn 27.ágúst hefst dagskrá kirkjudaganna með helgistund í kirkjunni kl. 17:30 og málstofurnar hefjast síðan kl. 18:00.

Þá verður eftirfarandi málstofa í kirkjunni:

Mörkuð umhvefisstefna og umhverfisstarf þjóðkirkjunnar

Hver er ábyrgð og hlutverk mannsins gagnvart sköpunarverki Guðs í lífi og starfi?

Hvað getur kirkjan lagt til í umhverfismálum gagnvart þeirri loftlagsvá sem ógnar lífríki og vistkerfi jarðar?

Sr. Axel Á Njarðvík og sr. Elínborg Sturludóttir sjá um þessa málstofu.

Í kennslustofunni verður málstofan:

Messuform í þróun

"Gerðu það bara en segðu engum frá því"!

Rætt verður um rúmlega áratugs tilraunir og þróun messuforms í Langholtskirkju.

Árið 2013 var farið í stefnumótunarvinnu í Langholtssókn í Reykjavík.

Eitt af því sem fram kom var sterkur vilji til að messan og messuformið höfðaði betur til safnaðarins með það í huga að auka messusókn í sunnudagsmessunni.

Eindreginn vilji var til að sú vinna byggði á menningu safnðarins sem ,,Syngjandi kirkja".

Síðan þá hafa farið fram kannanir, ótal samtöl og tilraunir með messuformið og var þar unnið með sístæða sköpun og siðbót í anda Kvennakirkjunnar.

Í málstofunni verður gerð grein fyrir aðdragandanum, ferlinu og hvar við erum stödd núna.

Gaman væri ef áheyrendur hefðu skoðanir á því hvað svo?

Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir og sr. Ásta Ingibjörg Pétursdóttir sjá um þessa málstofu.

 

Í safnaðarheimilinu verður þessi málstofa:

Lennox and Lewis: Defending the faith in a hostile world

Introduction to C. S. Lewis and John Lennox, their work and books.

What can we learn, why are the books of C. S. Lewis still up to date?

Interview with John Lennox, professor emeritus in Mathematics, on his faith and the impact of C. S. Lewis.

Workshop in English.

James Joransen Jr. Documentary filmmaker.

 

Klukkan 19:00 sama dag verða þessar málstofur:

Í kirkjunni verður málstofan:

Helgunarleið kirkjuársins – köllun til ábyrgðar

Sömu ritningartextar eru lesnir upp í kristnum guðsþjónustum um heim allan árið um kring og lagt út af þeim í prédikun, söng og bæn.

Segja má að þessir textar birti tiltölulega skýra mynd af kristnum hugmyndaheimi.

Auk þess að vera farvegur helgunar bæði fyrir einstaklinginn sem og söfnuðinn.

Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson sér um þessa málstofu.

 

Í kennslustofunni verður málstofan:

Prestvígsla kvenna í 50 ár

Félag prestvígðra kvenna stendur fyrir málstofu í tengslum við það að þann 29. september nk. eru liðin 50 ár síðan fyrsta konan á Íslandi hlaut prestvígslu.

Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir og sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir sjá um þessa málstofu.

 

Í safnaðarheimilinu verður málstofan:

Gagnast Alfa kirkjunni þinni?

Hvað er Alfa?

Virkar Alfa?

Getur verið að námskeiðin séu öflug verkfæri til að vekja áhuga á kristinni trú, fræðast um trúna og endurnýja kirkjuna?

Hvernig er Alfa undirbúið og haldið?

Er þetta mikil fyrirhöfn?

Einnig verður tæpt á öðrum skyldum námskeiðum, eins og hjónabandsnámskeiði og Alfa fyrir ungt fólk.

Einar Sigurbergur Arason sér um þessa málstofu.

 

Kl. 20:00 verður eftirfarandi málstofa í kirkjunni:

Líðan fólks sem býr við náttúruvá

Umfjöllun um rannsókn um tengsl upplýsingamiðlunar og öryggistilfinningar fólks sem býr við skriðuhættusvæði.

Rannsóknin var unnin í samstarfi við Veðurstofu Íslands og Almannavarnir og sjónum beint að Seyðisfirði.

Unnur Blær A. Bartsch, MA í landafræði sér um þessa málstofu.

 

Í kennslustofunni verður þessi málstofa:

Persónulegan Guð!? „Nei takk fyrir!“

Umfjöllun um breytingar á guðstrú Íslendinga í ljósi könnunar á trú Íslendinga sem Terry Gunnell, prófessor í þjóðfræði, lét framkvæma.

Velt verður upp mögulegum ástæðum fyrir því að trú á persónulegan Guð virðist fara dvínandi ásamt mikilvægi þess að horfast í augu við menningu okkar og sögu og gangast við hvoru tveggja.

Sr. Gunnar Jóhannesson og sr. Örn Bárður Jónsson sjá um þessa málstofu.

 

Í Safnaðarheimilinu verður málstofan:

Eldriborgarastarf- friðarstarf

Sýnt verður viðtal við Valgerði Gísladóttur um upphaf og þróun Eldriborgararáðs og Þorgils Hlynur Þorbergsson, guðfræðingur, kynnir samantekt umræðu Eldriborgararáðs um samband friðar og velsældar.

Sr. Bára Friðriksdóttir sér um þessa málstofu.

 

slg



  • Fræðsla

  • Guðfræði

  • Kirkjustaðir

  • Prestar og djáknar

  • Ráðstefna

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Umhverfismál

  • Umhverfismál og kirkja

  • Biblían

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls