Forysta kirkjunnar, hjálparstarf, náttúruleg safnaðaruppbygging og fjölbreytileikinn á dagskrá

29. ágúst 2024

Forysta kirkjunnar, hjálparstarf, náttúruleg safnaðaruppbygging og fjölbreytileikinn á dagskrá

Heimir, sr. Eva, sr. Guðrún og Sigrún

Kirkjudagar þjóðkirkjunnar héldu áfram í Lindakirkju í gær, miðvikudag, en þeir hafa verið mjög vel sóttir.

Forysta kirkjunnar, hjálparstarf, náttúruleg safnaðaruppbygging og fjölbreytileikinn var á dagskrá í gær.

Í eina málstofuna komu alþingismenn frá Framsóknarflokki, Samfylkingunni, Vinstri grænum, Viðreisn og Sjálfstæðisflokki þar sem rætt var um kirkjuna og stjórnmál.

Dagskráin hófst með helgistund kl. 17:30.

Sr. Guðbjörg Arnardóttir og Edit A. Molnár, organisti sáu um helgistundina.

Hugrún Birna Hjaltadóttir lék á fiðlu.

Bryndís Embla Einarsdóttir, Ásta Björg Jónsdóttir og Guðrún Birna Sveinbjörnsdóttir félagar úr Unglingakór Selfosskirkju leiddu sálmasöng.

 

Klukkan 18:00 hófust svo málstofurnar.

Erindi og umræður voru í þrem fundarrýmum, kirkjunni, safnaðarheimilinu og kennslustofunni.

Þau voru vel sótt.

Fyrsta málstofan bar yfirskriftina:

Forysta og kirkjan – guðfræðingar ræða forystu

Málstofustjóri var sr. Arna Grétarsdóttir.

Dr. Sigurvin Lárus Jónsson flutti erindi um umbreytandi forystu í fornöld og ræddi um Cicero, Pál postula og Seneca.

Þá flutti dr. Skúli S. Ólafsson erindi um boðleiðir og skipurit sjálfstæðrar Þjóðkirkju.


Í kennslustofunni var málstofa um hjálparstarf kirkjunnar erlendis.

Kristín Ólafsdóttir, verkefnastjóri og Bjarni Gíslason, framkvæmdarstjóri Hjálparstarfs kirkjunnar ræddu um þetta mikilvæga málefni.

Í safnaðarheimilinu var málstofa um Syngjandi kirkju í Langholtshverfi.

Halldóra Eyjólfsdóttir sjúkraþjálfari og söngvari, Ágústa Jónsdóttir, tónmenntakennari og kórsöngvari og Finnur Ágúst Ingimundarson, íslenskufræðingur og kórsöngvari sáu um þessa málstofu.


Kl. 19:00 var haldið áfram að ræða um forystu og kirkju.

Nú var hugmyndafræði þjónandi forystu í fyrirrúmi.

Málstofustjóri var dr. Skúli S. Ólafsson, en það var dr. Sigrún Gunnarsdóttir sem flutti erindi sem hún nefndi: Á hverju byggir þjónandi forysta?

Þá flutti sr. Arna Grétarsdóttir erindið: Viðhorf presta þjóðkirkjunnar til þjónandi forystu.

 

Pétur Markan sá um málstofu í safnaðarheimilinu og fékk til sín alþingismenn frá Framsóknarflokki, Samfylkingunni, Vinstri grænum, Viðreisn og Sjálfstæðisflokki.

Þar var rætt um þjóðkirkjuna og stjórnmálin – samferða að friðsælli veröld.

Í kennslustofunni var áfram málstofa frá Hjálparstarfi kirkjunnar á Íslandi.

Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi, Rósa Björg Brynjarsdóttir, umsjónarkona og Svavar Hávarðsson, fræðslu- og upplýsingarfulltrúi fluttu erindi.

 

Kl. 20:00 var þriðja málstofan um forystu og kirkju.

Málstofustjóri var dr. Sigrún Gunnarsdóttir.

Sr. Guðrún Karls Helgudóttir, sr. Eva Björk Valdimarsdóttir og Heimir Hannesson sáu um samtal um framtíðarsýn.

 


Á sama tíma ræddu sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson og dr. Ásdís Emilsdóttir Petersen um trúarlega skynjun og náttúrulega safnaðaruppbyggingu.



Í Safnaðarheimilinu ræddu sérþjónustuprestarnir sr. Sigrún Óskarsdóttir og sr. Guðný Hallgrímsdóttir um þjónustu kirkjunnar í fjölbreytileikanum.



Dagskrá gærdagsins lauk með helgistund kl. 21:00 sem sr. Dagur Fannar Magnússon sá um.

Kl. 21:30 var síðan kvöldvaka að hætti Kristilegs Stúdentafélags.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í Lindakirkju í gær.

 

slg



Myndir með frétt

  • Biblían

  • Guðfræði

  • Hjálparstarf

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Ráðstefna

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Sjálfboðaliðar

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Alþjóðastarf

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði