Viðurkenningar fyrir söng í kirkjukórum og Sálmafoss

31. ágúst 2024

Viðurkenningar fyrir söng í kirkjukórum og Sálmafoss

Biskup afhendir Ingunni Aradóttur viðurkenningu fyrir að syngja í kirkjukór í 45 ár

Hátíðarstund var á Kirkjudögum í Lindakirkju þegar um 250 kirkjukórasöngvarar sem sungið hafa í 30 ár eða lengur tóku á móti viðurkenningu fyrir söng í kirkjukórum.

Dagskráin hófst í gær kl. 15:00 með afhendingu heiðursviðurkenningarinnar Liljan.

Heildarfjöldinn þeirra sem sungið hafa í 30 ár eða lengur er yfir 500 manns.

Þau elstu hafa sungið í kirkjukór í yfir 70 ár og voru  þrír þeirra mættir í gær.

Guðný Einarsdóttir stjórnaði athöfinni.

Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir flutti ávarp og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir ryfjaði upp skemmtileg atvik þegar hún söng með Kirkjukór Akraneskirkju í ræðu sem hún flutti.

Þakkaði hún kórsöngvurum fyrir söng í kirkjum landsins við alls kyns aðstæður.


Kl. 16:30 var helgistund við upphaf Sálmafoss.

Var hún í umsjá sr. Magnúsar Magnússonar.

Sveinn Arnar Sæmundsson, organisti og Guðný Einarsdóttir söngmálastjóri þjóðkirkjunnar sáu um undirleik og kórstjórn.

Stóri kirkjukórinn söng við helgistundina og var endað á því að syngja þjóðsönginn.

Síðan hófu kirkjukórar af öllu landinu að syngja ásamt einsöngvurum, úrval úr nýju sálmabókinni.

Táknmálskórinn túlkaði á meðan kirkjukórar sungu.

Kl. 22:00 var helgistund í umsjá sr. Sveins Valgeirssonar.

Sálmabandið spilaði.

Kynningarbásar og kaffihús var í andyri kirkjunnar og í safnaðarheimilinu í gær og verða opnaðir um leið og dagskrá hefst í dag.


slg


Myndir með frétt

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Menning

  • Prestar og djáknar

  • Ráðstefna

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Sjálfboðaliðar

  • Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar

  • Þjóðkirkjan

  • Tónlist

  • Viðburður

  • Biskup

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði