Gimsteinninn kominn út

4. september 2024

Gimsteinninn kominn út

Út er komin bókin Gimsteinninn eftir sr. Þorvald Víðisson prest í Fossvogsprestakalli og prófast í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.

Í bókinn er dregið fram eitt meginstefið sem Biblían miðlar, boðskapurinn um frið.

Á bókarkápu segir höfundur:

„Líkt og gimsteinninn hefur á óratíma mótast í iðrum jarðar hefur Biblían mótast í samfélagi manna á árþúsundum.

Sú viska sem Biblían miðlar er sem samfélagslegur gimsteinn sem getur verið einstaklingum og mannlífi ómetanlegur.

Við finnum þegar við skoðum texta Biblíunnar hve rangt það er að setja sig á háan hest á grundvelli trúar sinnar og lífsafstöðu.

Einkenni trúar, sem grundvölluð er á textum og boðskap Biblíunnar, er að hún ætti alltaf að vera leitandi, auðmjúk, mild, gæskurík og þjónandi.

Trúin er ekki tæki til að dæma aðra heldur getur verið grundvöllur þjónustu og friðar í heiminum.

Jesús segir:

„Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður““

 

slg


  • Fræðsla

  • Guðfræði

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Útgáfa

  • Biblían

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls