Fimm ára börn fengu Litlu Biblíuna

16. september 2024

Fimm ára börn fengu Litlu Biblíuna

Um 100 manns sóttu fyrstu barnamessu haustsins í Bústaðakirkju.

Karen Jóhannsdóttir leiddi stundina, ásamt sr. Þorvaldi Víðissyni og Jónasi Þóri organista.

Þórður Sigurðarson formaður sóknarnefndar afhenti fimm ára börnum bókina Litla Biblían.

Sóknarnefndin bauð öllum fimm ára börnum, sem skráð eru í þjóðkirkjuna og búsett eru í hverfinu, sérstaklega til þátttöku í barnamessu dagsins, þar sem formaðurinn afhenti þeim bókina að gjöf.

Litla Biblían var gefin út af Skálholtsútgáfunni árið 2020 í þýðingu Karls Sigurbjörnssonar.

Bókin inniheldur kjarnafrásögur Biblíunnar og er prýdd fallegum myndum.

Einnig má í bókinni finna gagnlegar bænir fyrir börn á öllum aldri.

Letur bókarinnar er líka aðgengilegt fyrir þau sem eru að læra stafina og eru að byrja að læra að lesa.

Að lokinni fjörugri stund í kirkjunni var boðið upp á samveru í safnaðarheimilinu.

 

Silvia Seidenfaden tók myndirnar.
.

slg



Myndir með frétt

  • Biblían

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Barnastarf

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði