Þjóðbúningamessa á sunnudaginn

2. október 2024

Þjóðbúningamessa á sunnudaginn

Frá þjóðbúningamessunni í fyrra

Eins og fram hefur komið á kirkjan.is þá er vetrarstarf kirkjunnar komið í fullan gang og er mjög fjölbreytt um allt land.

Starf fyrir unga sem aldna og allt þar á milli er áberandi þegar safnaðarstarfið er skoðað bæði á vefsíðum kirknanna og á samfélagsmiðlum.

Safnaðarstarf fer vel af stað í Árborgarprestakalli, sem nær yfir Selfoss, Eyrarbakka, Stokkseyri og nærsveitir.

Þunginn í daglegu safnaðarstarfi er í Selfosskirkju.

Prestar Árborgarprestakalls eru þrír, Guðbjörg Arnardóttir, sóknarprestur og prestarnir Ása Björk Ólafsdóttir og Gunnar Jóhannesson.

Sjöfn Þórarinsdóttur heldur vel utan um barna og æskulýðsstarfið ásamt leiðtogum.

Inn á milli þess sem helgihald er með hefðbundnum hætti er reynt við að brjóta það upp með ólíkum leiðum.

Í september var kvöldmessa þar sem hljómsveitin Slow-Train spilaði Bob Dylan lög.

Sunnudaginn 29. september var harmonikumessa í Selfosskirkju kl. 14:00 þar sem Harmonikusveit Suðurlands spilaði þekkta sálma og dægurlög.

Sunnudaginn 6. október verður þjóðbúningamessa í Villingaholtskirkju kl. 14:00.

Þá eru kirkjugestir sem tök hafa á hvött til að mæta í þjóðbúningi.

Eftir messuna verður kirkjukaffi eða Pálínuboð í Þjórsárveri.

Þennan sama sunnudag verður kvöldmessa í Selfosskirkju kl. 20:00.

Þá sýna nokkrir félagar úr Kirkjukórnum á sér nýja hlið, spila á gítar og syngja létt og skemmtileg dægurlög og sálma.

Í október verður einnig bleik messa og síðast en ekki síst Halloween messa með þátttöku fermingarbarna og barna- og unglingakórsins.

Að sögn Guðbjargar er gaman að benda á allt það fjölbreytta starf og helgihald sem fram fer í kirkjunum í Árborgarprestakalli.

„Við hvetjum sóknarbörn til að fylgjast með auglýsingum á samfélagsmiðlum kirknanna sem og á selfosskirkja.is

segir Guðbjörg Arnardóttir sóknarprestur í Árborgarprestakalli.

 

slg


  • Barnastarf

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Tónlist

  • Trúin

  • Æskulýðsmál

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls