Biskup Íslands á 90 ára afmælishátíð í Vík

7. október 2024

Biskup Íslands á 90 ára afmælishátíð í Vík

Biskup Íslands Guðrún Karls Helgudóttir í Víkurkirkju

Í gær, sunnudaginn 6. október, var haldið upp á 90 ára vígsluhátíðarafmæli Víkurkirkju, sem stendur á fallegum stað í Vík í Mýrdal, en kirkjan var vígð þann 14. október árið 1934.

Vandað var til hátíðarinnar sem einkenndist af hátíðleika í sambland við gleði.

Haraldur M. Kristjánsson og Árni Þór Þórsson fyrrum prestar í Vík og Jóhanna Magnúsdóttir núverandi sóknarprestur þjónuðu við messuna.

Einnig var viðstaddur hátíðina Gísli Jónasson fyrrum sóknarprestur Víkurprestakalls og Ingimar Helgason, sóknarprestur Kirkjubæjarklaustursprestakalls.

Biskup Íslands, Guðrún Karls Helgadóttir flutti prédikun, blessaði söfnuðinn og færði þakkir fyrir hönd kirkjunnar, prestum, sóknarnefndarfólki, tónlistarfólki og öðrum sem hönd hafa lagt á plóginn við starf í Víkursókn fyrr og nú.

Kjartan Valdemarsson spilaði undir söng Kammerkórs Tónlistarskóla Mýrdalshrepps, sem Alexandra Chernyshova stjórnaði og söng hún jafnframt einsöng.

Öll sem voru viðstödd voru sammála um að markmiðinu að eiga saman hátíðlega en um leið skemmtilega stund hafi verið náð.

Eftir messuna var kaffi á Hótel Vík í Mýrdal í boði Víkurkirkju og Regnbogahátíðar sem var haldin í Vík á sama tíma.

„Svona töfrar gerast þegar gott fólk tekur höndum saman og úr verður hátíðleiki og gleði“ sagði Jóhann Magnúsdóttir að hátíðinni lokinni.

Sjá myndir frá hátíðinni hér fyrir neðan.

 

slg


Myndir með frétt

  • Heimsókn

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samstarf

  • Sjálfboðaliðar

  • Þjóðkirkjan

  • Tónlist

  • Trúin

  • Biskup

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði