Skiptir messuformið máli?

9. október 2024

Skiptir messuformið máli?

Börn og fullorðnir í Langholtskirkju

Hvernig búum við til samfélag milli þeirra sem sækja sunnudagaskólann og messurnar?

Í hverri kirkju þarf að velta slíku fyrir sér ekki síst ef markmiðið er að vera í takt við hefð og tíðaranda.

Í Langholtskirkju hefur starfsfólkið verið að vinna þróunarvinnu með messuformið og því hafði fréttaritari kirkjan.is samband við Guðbjörgu Jóhannesdóttur sóknarprest í Laugardalsprestakalli og spurði hana um þetta.

Hún sagði:

„Öll sem leiða kirkjustarf hafa það markmið að sem flest finni sig heima.

Í Langholtskirkju hefur verið unnin þróunarvinna með messuformið undanfarin áratug þar sem unnið hefur verið með niðurstöður úr formlegum og óformlegum könnunum á því hvað safnaðarfólkinu finnst skipta máli þegar kemur að sunnudagsmessunni.

Úr niðurstöðunum hafa jafnóðum verið sett markmið, sem dæmi má nefna:

-að lengd messunnar sé innan við klukkustund

-að á hefðbundum sunnudegi hittist öll úr sunnudagaskóla og messu í safnaðarheimilinu, að þar sé boðið uppá léttan hádegisverð

-að metnaðarfullur tónlistarflutningur sé í fyrirrúmi við allar athafnir

-að allt orðfæri sé endurskoðað með það að markmiði að ,,þýða" tungumál helgihaldsins úr himnesku.

Sameiginlegt markmið presta og organistans hefur svo verið að hafa samfellu og hrynjanda að markmiði þegar messan er skipulögð.

Dæmi um breytingar á orðfæri er til dæmis að syndajátningin í nýja messuforminu er eftirfarandi:

Guð gef mér að horfast í augu við eigin hugsanir.

Guð gef mér að horfast í augu við eigin orð.

Guð gef mér að horfast í augu við eigin gjörðir.

Amen.

Við teljum okkur vera farin að sjá árangur sem mælanlegur er í fjölgun þátttakenda í helgihaldinu.

Einnig sjáum við fjölbreyttari aldurssamsetningu þeirra sem sækja helgihaldið og allt þetta hefur ekki síst skilað sér í starfsgleði þeirra sem leiða starfið.

Frábært fólk þar að störfum eins og Magnús Ragnarsson organisti og tónlistarstjóri sem leiðir afburða tónlistarstarf Langholtskirkju ásamt kórstjórnendum.

Þær eru Björg Þórsdóttir, LIlja Dögg Gunnarsdóttir, Svava Rún Steingrímsdóttir, Sunna Karen Einarsdóttir og Sara Grímsdóttir sem einnig leiðir sunnudagskólann.

Sara er sú sem laðar hóp barna og fullorðinna að sunnudagaskólanum með gríðarlega vel undirbúnu og úthugsuðu helgihaldi fyrir fjölskyldufólk með börn.

En verkinu er ekki lokið heldur er það sístætt eins og öll sköpun“

segir Guðbjörg að lokum.

 

slg


  • Barnastarf

  • Guðfræði

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Tónlist

  • Trúin

  • Æskulýðsmál

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði