Biskup Íslands í Prag

11. október 2024

Biskup Íslands í Prag

Guðrún biskup í ræðustól

Nú stendur yfir Evrópufundur Lútherska heimssambandsins í Prag.

Fulltrúar íslensku kirkjunnar eru biskup Íslands, Guðrún Karls Helgudóttir, dr. Arnfríður Guðmundsdóttir sem er varaforseti Lútherska heimssambandsins fyrir Norðurlöndin og Magnea Sverrisdóttir djákni og verkefnastjóri samkirkjumála á biskupsstofu.

Einnig situr fundinn sr. Árni Svanur Daníelsson, samskiptastjóri Lútherska heimssambandsins, en hann starfar í aðalstöðvum sambandsins í Genf.

Magnea situr í undirbúningsnefnd fyrir Evrópufundinn.

Fréttaritari kirkjan.is hafði samband við Magneu og bað hana um að segja sér frá fundinum.

„Hér eru 70 manns frá 35 lútherskum kirkjum alls staðar frá Evrópu.

Evrópu er skipt niður í þrjú svæði, Norðurlönd, Austur- og Vestur-Evrópu.

Til umræðu á fundinum er hvert við stefnum í ljósi heimsþings sambandsins sem haldið var í fyrra í Krákow.

Við erum að ræða um hverjar eru vonir og væntingar kirkna í Evrópu til samstarfsins næstu árin.

Stríðsátök í heiminum nær og fjær hafa líka verið til umræðu og hvernig við sem kirkjur og samfélög tökumst á við þennan veruleika.

Helgihald á fundum á vegum Lútherska heimssambandsins er mikilvægt og mikið í það lagt og þar erum við öll sameinuð sem eitt frammi fyrir Guði í bæn“

segir Magnea að lokum.

Hér fyrir neðan má sjá mynd af varaforsetunum frá Evrópu, Kristinu Kühnbaum-Schmidt biskupi frá Þýskalandi, dr. Arnfríði Guðmundsdóttur og dr. Tamás Fabiny, biskupi frá Ungverjalandi.

slg


Myndir með frétt

  • Erlend frétt

  • Fundur

  • Kirkjustarf

  • Lútherska heimssambandið

  • Prestar og djáknar

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Trúin

  • Biskup

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls