Stórmerkileg Biblíusýning í Seltjarnarneskirkju

18. október 2024

Stórmerkileg Biblíusýning í Seltjarnarneskirkju

Guðbrandsbiblía prentuð á Hólum árið 1584

Þann 4. október síðast liðinn sagði kirkjan.is frá afar fjölbreyttri dagskrá í Seltjarnarneskirkju í tilefni þess að í ár eru liðin 50 ár frá því Seltjarnarnes varð sérstakur söfnuður.

Sjá fréttina hér.

Eins og fram kom í fréttinni þá var fræðslumorgunn í kirkjunni sunnudaginn 6. október kl. 10:00 eins og reyndar alla sunnudaga áður en fólk gengur til messu.

Fræðslumorguninn að þessu sinni bar yfirskriftina:

Hversu yndislegir eru bústaðir þínir -sr. Sigurður Pálsson og Biblíur hans.

Þar var dr. Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor emeritus í Gamla testamentisfræðum við Háskóla Íslands, sem flutti erindið.

Þá var opnuð Biblíusýning á öllum útgáfum Biblíunnar.

Ólafur Sigurðsson, sonur Sigurðar Pálssonar vígslubiskups, og fyrrum varafréttastjóri á RUV, opnaði Biblíusýninguna, sem stendur uppi í kirkjunni til októberloka.

Ólafur Egilsson sem situr í sóknarnefnd Seltjarnarneskirkju hafði samband við fréttaritara kirkjan.is og vill hann gjarnan benda á þann möguleika að fara með hópa eldri borgara, unglinga eða annarra úr öðrum sóknum að koma í Seltjarnarneskirkju og skoða sýninguna.

Og Ólafur bætir við:

„Þetta er stórfróðleg sýning og einstakt tækifæri að á einum stað megi sjá allar ellefu útgáfur Biblíunnar frá því að Guðbrandur biskup Þorláksson á Hólum gaf út þá fyrstu árið 1584.

Talið er að Íslendingar hafi verið ein af ekki fleiri en um það bil 20 þjóðum sem fyrstar fengu Biblíuna þýdda á eigin þjóðtungu.

Það er einnig ánægjulegt hve sumar Biblíurnar bera þess merki að hafa verið í höndum fólks kynslóð fram af kynslóð og minnir á hve mjög þessi "bók bókanna" hefur í langa tíð auðgað líf fólks og aukið því styrk og þolgæði við oft erfiðar aðstæður í landinu“

segir Ólafur og bætir við:

„Það er full ástæða til að hvetja alla til að líta við í Seltjarnarneskirkju og njóta þess að skoða hinar mismunandi útgáfur.“

 

Hér fyrir neðan má sjá Steinsbiblíu sem prentuð var á Hólum í Hjaltadal  á árunum 1728-1734.

 

slg


Myndir með frétt

  • Fræðsla

  • Guðfræði

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Menning

  • Safnaðarstarf

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Biblían

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði