Biskup Íslands í kirkjuafmæli á Þórshöfn

21. október 2024

Biskup Íslands í kirkjuafmæli á Þórshöfn

Biskup með sóknarnefnd Þórshafnarkirkju-mynd Heimir Hannesson

Í gær sunnudaginn 20. október fagnaði Þórshafnarkirkja 25 ára vígsluafmæli.

Það var þann 22. ágúst árið 1999 að fyrrum biskup Íslands Karl Sigubjörnsson heitinn vígði kirkjuna til helgrar þjónustu.

Vígsluafmælinu var fagnað við hátíðarmessu að viðstöddu fjölmenni.

Biskup Íslands Guðrún Karls Helgudóttir prédikaði og kirkjukór Langanesprestakalls söng undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar organista.

Jarþrúður Árnadóttir prestur í Langanesprestakalli og Jón Ármann Gíslason sóknarprestur í Langanesprestakalli og prófastur í Eyjafjarðar og Þingeyjarprófastsæmi þjónuðu fyrir altari.

Eftir messuna var kirkjugestum boðið í kaffi í umsjón Kvenfélagsins Hvatar í glæsilegu nýuppgerðu safnaðarheimili þar sem fulltrúar Ísfélagsins, þeir Siggeir Stefánsson og Rafn Jónsson afhentu formlega útilýsingu og héldu ræðu um hana og byggingarsögu kirkjunnar.

Jarþrúður Árnadóttir, sem býr á Þórshöfn og hefur sérstakar skyldur við kirkjuna þar, fór svo með bæn og blessun yfir lýsingunni.

Halldóra Sigríður Ágústsdóttir, formaður sóknarnefndar hélt svo ræðu um starf kirkjunnar og störf sóknarnefndar.

Þakkaði hún sjálboðaliðum sem hafa þjónað kirkjunni í gegnum tíðina og þeim fyrirtækjum sem hafa styrkt kirkjuna, nú síðast í endurbótum á safnaðarheimilinu.

Kirkjunni barst gjöf frá nágrönnum Þórshafnar í Svalbarðssókn sem var veglegur fjárstyrkur.

Sóknarnefndin átti svo góðan fund með biskupi um framtíð kirkjunnar áður en hún og föruneyti hennar héldu af stað heim á leið.

Með biskupi í för voru sr. Eva Björk Valdimarsdóttir biskupsritari og Heimir Hannesson samskiptastjóri biskupsstofu.

Myndirnar hér fyrir neðan tók Arnar Aðalbjörnsson, en þar má sjá að bleikur október var í heiðri hafður, kirkjan upplýst í bleikum lit og brauðtertan er skreytt með bleiku slaufunni.

Myndirnar af kirkjunni upplýstri í bleikum lit tók Guðjón Gamalíelsson, sem lengi var formaður sóknarnefndar.


slg


Myndir með frétt

  • Heimsókn

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Sjálfboðaliðar

  • Þjóðkirkjan

  • Tónlist

  • Trúin

  • Biskup

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
kirkjanisaugl.jpg - mynd

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóv. 2024
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, ásamt biskupsritara verða með skrifstofu á Suðurlandi í lok vikunnar og komandi helgi. Boðið verður upp á viðtalstíma og opna fundi.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls