Flytur Um dauðans óvissa tíma tíma utanbókar

26. október 2024

Flytur Um dauðans óvissa tíma tíma utanbókar

Verk eftir sr. Örn Bárð

Dánardagur Hallgríms Péturssonar er á morgun sunnudaginn 27. október og nú er 350. ártíð hans.

Af því tilefni eru Hallgrímsmessur fluttar víða um land og kirkjan.is hefur sagt frá mörgum þeirra þó þær fréttir séu alls ekki tæmandi.

Á morgun verður Hallgrímsmessa í Skálholtsdómkirkju þar sem sálmurinn Um dauðann óvissa tíma verður íhugaður.

Þessi sálmur verður einnig í brennidepli í Neskirkju í Reykjavík í hátíðarmessu á morgun.

Skúli S. Ólafsson sóknarprestur prédikar og Örn Bárður Jónsson fyrrum sóknarprestur við kirkjuna flytur sálminn Um dauðans óvissan tíma.

Sálmar og kórverk eftir Hallgrím Pétursson verða flutt og orgelverkið 1674 verður frumflutt.

Sýning Arnar Bárðar Jónssonar, Vatn og jörð opnar á Torginu.

Örn Bárður segir:

„Ég mun flytja allan sálm Hallgríms Um dauðans óvissan tíma, í leiklestri.

Þetta eru 104 línur, 13 vers, en sálminn þekkjum við betur sem Allt eins og blómstrið eina.

Ég veit ekki dæmi þess að það hafi áður gerst í messu hér á landi eða ytra að sálmurinn hafi verið leiklesinn og það utanbókar.

Ef mér skjátlast ekki þá er þetta "heimsviðburður" eða þannig!

Fyrirgefið mér þessa stóru yfirlýsingu, en fyrir mér er þetta mikið gleðiefni en jafnframt dauðans alvara.

Sýning mín á vatnslitamyndum, Vatn og jörð verður formlega opnuð í messunni af sóknarprestinum, Skúla Ólafssyni, sem prédikar.

Í lok messunnar flæðir fólkið svo sem vatnið tært inn á kirkjutorgið í salnum bjarta!

Þettar eru 29 myndir af ýmsu tagi og svo eru 3 skissbækur á sýningunni sem gestir geta blaðað í."

 

Í messunni verður frumflutt, eins og áður sagði, orgleverkið 1674, en það er dánarár Hallgríms.

Um verkið segir Steingrímur Þórhallsson:

„Ég hef samið eitt orgelverk, þrjú einsöngslög og þrjú kórlög af þessu tilefni og verður orgelverkið frumflutt á morgun ásamt einu einsöngsverki sem Tinna Sigurðardóttir flytur“

segir Steingrímur og bætir við:

"Kór Neskirkju flytur kórverk við texta Hallgríms, þar á meðal eitt þeirra sem ég hef samið fyrir vikuna.“

slg


  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Menning

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Kirkjustaðir

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði