Mikilvægt starf að þjálfa leiðtoga

28. október 2024

Mikilvægt starf að þjálfa leiðtoga

Leiðtogaskóli þjóðkirkjunnar og ÆSKA, sem er Æskulýðssamband kirkjunnar á Austurlandi var við störf helgina 19.-20 október.

Þetta var fyrri helgin fyrir verðandi leiðtoga kirkjunnar á Austurlandi.

Alls voru 10 unglingar sem mættu til leiks og mun hópurinn svo hittast aftur að vori og klára þar fyrsta hluta leiðtogaskólans.

Leiðtogaskólinn er fyrir þau ungmenni sem hafa verið virk í kirkjustarfi í söfnuðunum sínum um lengri tíma og hafa áhuga á að bæta við sig reynslu og þekkingu sem leiðtogar í kirkjustarfinu.

Gunnfríður Tómasdóttir hélt utan um námskeiðið að þessu sinni og hún segir:

„Fræðslustundir og æfingar snerust meðal annars um uppbyggingu helgihalds, samskipti og valdeflingu ungs fólks.

Þátttakendur æfðu sig í að skipuleggja stundir fyrir börn og ungmenni.

Leiðtogaskólinn hefur verið haldinn um árabil og er hann mikilvægur hluti í faglegri leiðtogaþjálfun þjóðkirkjunnar um allt land“

segir Gunnfríður og bætir við:

„Það er bjart yfir þjóðkirkjunni á Austurlandi og framtíðarleiðtogum hennar, og von á góðu úr þeim hópi.“


slg



Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Trúin

  • Æskulýðsmál

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði