Síðustu hádegistónleikar í Bleikum október
Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, Bergþór Pálsson og Jónas Þórir gleðja tónleikagesti á síðustu hádegistónleikunum í Bleikum október í Bústaðakirkju, þetta árið.
Tónleikarnir fara fram miðvikudaginn 30. október kl. 12:05.
Aðgangur er ókeypis, en þau sem vilja, fá tækifæri til að kaupa bleiku slaufuna eða leggja endurhæfingarmiðstöðinni Ljósinu lið, með fjárframlagi.
Að tónleikum loknum, um klukkan 12:30, er boðið upp léttan hádegisverð í safnaðarheimilinu.
Að loknum tónleikum og hádegisverði mun Arnþór Óli Arason flytja erindi í safnaðarheimilinu undir yfirskriftinni:
Pílagrímaganga til Rómar.
Arnþór Óli hefur um árabil gengið mikið og haldið utan um þær ferðir sínar.
Í erindi sínu að þessu sinni mun Arnþór Óli fjalla um pílagrímagöngu sína til Rómar.
Bleikur október í Bústaðakirkju er dagskrá sem helguð er stuðningi við þau fjölmörgu sem glíma við krabbamein og aðstandendur þeirra.
Dagskráin hefur verið fjölbreytt þennan mánuðinn og þátttaka mjög góð.
slg