Skírnarguðfræði Lúthers

29. október 2024

Skírnarguðfræði Lúthers

Ólafur Jón Magnússon, prestur í sænsku kirkjunni, kynnir niðurstöður MA-verkefnis síns við Guðfræði og trúarbragðafræðideild HÍ, sem ber yfirskriftina:

„Engin stórkostlegri huggun á jörðu“:

Skírnarguðfræði Lúthers og lúthersk skírnarguðfræði íslenskra helgisiðabóka.

Kynningin er haldin í stofu 229 í aðalbyggingu Háskóla Íslands mánudaginn 4. nóvember kl. 12:00–13:00.

Í fyrirlestrinum kynnir Ólafur Jón skírnarguðfræði Marteins Lúther, eins og hún er sett fram í 8 ritum sem spanna allan feril siðbótarmannsins.

Skírnarguðfræði Lúthers er síðan borin saman við þá skírnarguðfræði sem birtist í skírnaratferli helstu helgisiðabóka lúthersku kirkjunnar á Íslandi, frá handbók biskups Marteins Einarssonar 1555 til núgildandi handbókar frá 1981.

 

slg


Myndir með frétt

  • Guðfræði

  • Prestar og djáknar

  • Skírn

  • Trúin

  • Fræðsla

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði