Skemmtilegt og gefandi samstarf
Sunnudaginn 27. október fór fram samnorræn messa í sænsku kirkjunni í Kaupmannahöfn.
Sá skemtilegi siður hefur myndast að halda slíka messu einu sinni á ári.
Í messunni tóku þátt prestar og safnaðarfólk frá sænsku, dönsku, norsku, færeysku, grænlensku, finnsku og íslensku kirkjunni í Danmörku.
Að sögn Sigfúsar Kristjánssonar sendiráðsprests í Kaupmannahöfn þá hefur það eflt og styrkt söfnuðina að eiga saman samstarf og rækta vináttuna.
„Að þessu sinni var yfirskrift messunar Von og prédikaði Kaupmannahafnarbiskup Peter Skov-Jakobsen“
segir Sigfús og bætir við:
„Það er sérstakt og áhugavert að hlusta á öll þessi fallegu tungumál notuð í einni stund.
Að athöfn lokinni var boðið upp á kaffi og kanilsnúða í safnaðarheimili Gústafskirkjunnar sem er rétt við hliðina á Österport lestarstöðinni.“
slg