Sr. María ráðin

1. nóvember 2024

Sr. María ráðin

Sr. María Guðrúnar Ágústsdóttir

Biskup Íslands óskaði nýlega eftir sóknarpresti til þjónustu í Reykholtsprestakalli í Vesturlandsprófastsdæmi.

Miðað var við að viðkomandi gæti hafið störf 1. desember 2024.

Þrjár umsóknir bárust og hefur valnefnd valið Maríu Guðrúnar Ágústsdóttur, sóknarprest í Fossvogsprestakalli í starfið.

Biskup Íslands hefur staðfest ráðninguna.

María Ágústsdóttir er fædd þann 20. febrúar árið 1968 á Egilsstöðum.

Faðir hennar var Ágúst Matthías Sigurðsson sem síðast var sóknarprestur á Prestbakka í Hrútafirði.

Móðir hennar er Guðrún Lára Ásgeirsdóttir kennari og skólabókasafnsfræðingur.

María varð stúdent frá Östre Borgerdydskole í Kaupmannahöfn árið 1986, en faðir hennar var um árabil sendiráðsprestur þar í borg.

Hún sótti einkatíma í orgelleik og kórstjórn við Ordrup kirke í Kaupmannahöfn.

María hóf nám í guðfræði við Kaupmannahafnarháskóla 1987-1988 og lauk síðan cand. theol prófi frá Háskóla Íslands árið 1992.

Hún lauk prófi í uppeldis og kennslufræði frá sama skóla árið 1994.

Þá hefur María sótt ýmis endurmenntunarnámsekið á sviði sálgæslu, stjórnunar, kennslufræði og helgihaldi frá árinu 1992.

María var vígð til að sinna aðstoðarprestsþjónustu við Dómkirkjuna í Reykjavík þann 3. janúar árið 1993.

Hún var sett prestur við Háteigskirkju í Reykjavík 1997-1998 og aftur árið 2000.

Hún var sett héraðsprestur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra 1998-1999 og var sett til prestsþjónustu við Landsspítalann 1999-2000.

María var skipuð héraðsprestur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra frá 1. janúar árið 2000.

Auk prestsstarfa hefur María sinnt kennslustörfum í Hagaskóla í Reykjavík 1993-1994 og við Leikmannaskóla þjóðkirkjunnar frá árinu 2000.

Þann 1. nóvember árið 2016 varði María doktorsritgerð sína í samstæðilegri guðfræði frá Háskóla Íslands.

Rannsókn hennar beindist að tengslum á milli trúfélaga og á hvern hátt sé vænlegast að efla sátt og frið á milli ólíkra hópa.

Haustið 2017 var Maríu falin þjónusta í Grensásprestakalli og gengdi hún sóknarprestsstöðu þar uns Bústaða og Grensásprestaköll voru sameinuð haustið 2019.

Þá var hún ráðin prestur við nýja prestakallið og sóknarprestur í sama prestakalli frá 1. október 2023.

Frá 1. ágúst hefur María sinnt prestsþjónustu í Glerárprestakalli á Akureyri en þar býr Kolbeinn sonur hennar ásamt tengdadóttur og ungum syni.

Dætur Maríu eru fjórar, Ragnhildur, Guðný Lára, Guðrún María og Nína Björg.

Eiginmaður Maríu er Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur á Seltjarnarnesi.


Reykholtsprestakall er í Vesturlandsprófastsdæmi.

Prestakallið nær yfir efri hluta Stafholtstungna, Hvítársíðu, Hálsasveit, Reykholtsdal, Flókadal Bæjarsveit, Andakíl, Lundarreykjadal og Skorradal.

Í prestakallinu eru sex sóknir, Bæjarsókn, Fitjasókn, Hvanneyrarsókn, Lundarsókn, Reykholtssókn og Síðumúlasókn.

Kirkjurnar eru átta talsins auk einnar kapellu.

 

slg


  • Kirkjustaðir

  • Prestar og djáknar

  • Starf

  • Þjóðkirkjan

  • Biskup

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði