Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóvember 2024

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

Biskup Íslands, Guðrún Karls Helgudóttir, ásamt Evu Björk Valdimarsdóttur biskupsritara, verða með skrifstofur á Suðurlandi í lok þessarar viku og komandi helgi. 

Er þetta í annað sinn síðan Guðrún tók við sem biskup Íslands sem hún flytur skrifstofu sína út fyrir höfuðborgarsvæðið en í október s.l. var skrifstofa biskups á Austurlandi. 

Nú er þó röðin komin að Suðurlandi, sem fyrr sagði. Biskup er með opna viðtalstíma á föstudaginn n.k. milli 10:00 og 15:00, og er hægt að bóka viðtal á biskup@kirkjan.is. Skrifstofa biskups verður í safnaðarheimilinu á Hellu, Dynskálum 8 og fara viðtölin þar fram. 

Á laugardaginn er opinn súpufundur í Héraðsskólanum á Laugarvatni, og eru öll áhugasöm velkomin þangað á milli 12:00 og 14:00.

Á sunnudaginn mun biskup og biskupsritari taka þátt í guðsþjónustu í Hrunakirkju á Flúðum. 

Skrifstofa biskups verður nokkra daga á ári í hverjum landshluta og er það liður í því að efla tengsl innan kirkjunnar og stytta boðleiðir milli kirkjufólks vítt og breitt um landið.

  • Biskup

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði