Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

12. nóvember 2024

Biskup Íslands með skrifstofu og opna viðtalstíma á Suðurlandi

Biskup Íslands, Guðrún Karls Helgudóttir, ásamt Evu Björk Valdimarsdóttur biskupsritara, verða með skrifstofur á Suðurlandi í lok þessarar viku og komandi helgi. 

Er þetta í annað sinn síðan Guðrún tók við sem biskup Íslands sem hún flytur skrifstofu sína út fyrir höfuðborgarsvæðið en í október s.l. var skrifstofa biskups á Austurlandi. 

Nú er þó röðin komin að Suðurlandi, sem fyrr sagði. Biskup er með opna viðtalstíma á föstudaginn n.k. milli 10:00 og 15:00, og er hægt að bóka viðtal á biskup@kirkjan.is. Skrifstofa biskups verður í safnaðarheimilinu á Hellu, Dynskálum 8 og fara viðtölin þar fram. 

Á laugardaginn er opinn súpufundur í Héraðsskólanum á Laugarvatni, og eru öll áhugasöm velkomin þangað á milli 12:00 og 14:00.

Á sunnudaginn mun biskup og biskupsritari taka þátt í guðsþjónustu í Hrunakirkju á Flúðum. 

Skrifstofa biskups verður nokkra daga á ári í hverjum landshluta og er það liður í því að efla tengsl innan kirkjunnar og stytta boðleiðir milli kirkjufólks vítt og breitt um landið.

  • Biskup

hateigskirkja.jpg - mynd

Samverustund syrgjenda á aðventunni

13. nóv. 2024
Árleg samverustund syrgjenda fer fram 28. nóvember n.k. kl 20:00 í Háteigskirkju.
Heimspekinemar í Grensáskirkju ásamt presti og kennara

Nemendur sóttu messu í tengslum við heimspekiáfanga

08. nóv. 2024
...samstarf Verslunarskólans og Fossvogsprestakalls