Erindið var alltaf skýrt

18. nóvember 2024

Erindið var alltaf skýrt

Fjölskylda Karls biskups

Í gær sunnudaginn 17. nóvember var Karls Sigurbjörnssonar fyrrum biskups Íslands sérstaklega minnst, en hann lést fyrr á þessu ári.

Kópavogskirkja var þétt skipuð af þessu tilefni, en á þessu ári koma þrjár bækur út sem hann skrifaði eða þýddi.

Dag í senn, önnur útgáfa, er nýkomin út af Skálholtsútgáfunni en þar eru 365 stuttar hugleiðingar fyrir hvern dag ársins.

Saga eiginkonunnar er svo ævisaga konu frá Eþjópíu, sem missti aldrei kjarkinn þótt á móti blési.

Hún er að sögn einstök lýsing á mannlífi en bókina þýddi Karl.

Ritið Didache-kenning postulanna tólf  þýddi Karl úr frumtextanum.

Sr. Þorvaldur Karl Helgason, náinn samstarfsmaður Karls til áratuga, prédikaði og þjónaði fyrir altari ásamt Sigurði Arnarsyni, sóknarpresti í Kópavogskirkju og tengdasyni Karls í guðsþjónustunni.

Sungnir voru sálmatextar eftir Karl og Sigurbjörn Einarsson, fyrrum biskup Íslands og föður hans og sum lögin við sálmana voru eftir Þorkel, bróður Karls.

Félagar úr Kór Kópavogskirkju sungu undir stjórn Elísu Elíasdóttur, organista.

Barnabarn Karls, Óskar Sigurbjörn Guðsjónsson, lék undir á saxafón og systurdóttir Karls, Svava Bernharðsdóttir lék á víólu.

Ritningarlestra lásu Guðrún Finnbjarnardóttir og Svandís Kristjánsdóttir, vinir Karls og Kristínar Guðjónsdóttur, eiginkonu hans.

Einar Gottskálksson og Ásdís Kristjánsdóttir, vinir hans lásu bænir eftir Karl og einnig dóttursynir hans, Karl Guðjón Bjarnsson og Gunnar Karl Sigurðsson.

Lokabæn las Anna María Hákonardóttir, messuþjónn í Kópavogskirkju.

Krossberi var sonardóttir Karls, Kristín Þórdís Guðjónsdóttir, alnafna ömmu sinnar.

Eftir messu var safnaðarheimilið Borgir þéttskipað þar sem Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur Dómkirkjunnar flutti erindi, sem hann nefndi:

Sr. Karl, samstarfsmaður, rithöfundur og þýðandi.

Sr. Hreinn Hákonarson ræddi svo um bókina Saga eiginkonunnar og Edda Möller, framkvæmdstjóri Skálholtsútgáfunni sagði frá Dag í senn og samstarfinu við sr. Karl.

Sýndar voru við þetta tækifæri hátt á sjötta tug bóka, sem Karl hefur skrifað, þýtt eða safnað saman efni fyrir.

Að sögn Sigurðar tengdasonar hans var Karl einkar starfsamur og var að skrifa nánast fram á síðasta dag.

„Erindið var alltaf skýrt og vilji hans til að boða fagnaðarerindið um Jesú Krist“

segir Sigurður.

 

slg



Myndir með frétt

  • Guðfræði

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Fræðsla

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði