Mikilvægt að nudda ungbörnin

19. nóvember 2024

Mikilvægt að nudda ungbörnin

Hrönn Guðjónsdóttir

Hrönn Guðjónsdóttir heilsunuddari og nálastungufræðingur verður gestur á foreldramorgni í Bústaðakirkju fimmtudaginn 21. nóvember nk. kl. 10.00.

Hún mun kenna nokkrar nuddstrokur og fræðir um af hverju það er gott að nudda ungbörn.

Þátttakendur fá afnot af nuddolíu í kennslunni og námsgögn sem þátttakendur fá að gjöf.

Hrönn verður einnig með nuddolíur til sölu á góðu verði.

Þátttakendur þurfa að koma með þykkt, mjúkt handklæði eða annað til þess að hafa undir barninu meðan á dagskránni stendur.

Þátttaka er öllum að kostnaðarlausu.

Ragnheiður Bjarnadóttir tónlistarkennari hefur umsjón með foreldramorgnunum í Bústaðakirkju.

Nánari upplýsingar um ungbarnanudd má finna hér.

 

slg


  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Námskeið

  • Safnaðarstarf

  • Barnastarf

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði