Mikil jákvæðni í svörum flokkana við spurningum Þjóðkirkjunnar

28. nóvember 2024

Mikil jákvæðni í svörum flokkana við spurningum Þjóðkirkjunnar

Nú í aðdraganda kosninga leggja stjórnmálaflokkar mikið kapp á að kynna áherslumál sín og stefnur. Eftir ákall frá kirkjufólki vítt og breitt um landið um skýrari afstöðu stjórnmálalflokkanaflokkanna til málefna Þjóðkirkjunnar og sóknanna í landinu sendi Biskupsstofa spurningalista á frambjóðendur þar sem þeir voru spurðir út í þau málefni sem brenna á kirkjufólki.

Af svörum flokkanna sem svöruðu spurningalista kirkjunnar að dæma ríkir þó nokkur jákvæðni gagnvart kirkjunni og vilji til að leysa þau vandamál sem kirkjan og sóknir landsins standa nú frammi fyrir. Flokkarnir voru beðnir um að tilnefna einn oddvita úr sínum röðum til þess að svara spurningum kirkjunnar. Hér að neðan má sjá þá sem svöruðu. Aðrir flokkar svöruðu ekki spurningum kirkjunnar. Þar fyrir neðan má svo sjá spurningar og svör frambjóðendanna við þeim.

Taka skal fram að í sumum tilfellum höfðu flokkar ekki mótað sér sérstaka stefnu og eru svörin því þeirra persónulega skoðun. Þá var svarendum gefinn kostur á að skrifa athugasemdir við svör sín, og eru þær einnig birtar hér að neðan. 

Framsókn: Ingibjörg Isaksen

Viðreisn: Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir

Sjálfstæðisflokkur: Guðlaugur Þór Þórðarson

Flokkur fólksins: Inga Sæland

Miðflokkur: Fjóla Hrund Björnsdóttir

Samfylkingin: Kristrún Frostadóttir

VG: Svandís Svavarsdóttir


Spurning 1:
Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.

Framsókn: Mjög sammála

Viðreisn: Sammála

Sjálfstæðisflokkur: Mjög sammála

Flokkur fólksins: Mjög sammála

Miðflokkurinn: Mjög sammála

Samfylkingin: Sammála

VG: Mjög sammála

 

Spurning 2:
Framlag kirkjunnar til lista og menningar er mikið. Innan kirkjunnar starfa fjölmargir kórar og tónlistarfólk sem stendur fyrir menningartengdum viðburðum. Kirkjan með byggingar sínar, kirkjumuni, starf og sögu er kjölfesta í menningu um allt land.

Framsókn: Mjög sammála

Viðreisn: Mjög sammála

Sjálfstæðisflokkur: Mjög sammála

Flokkur fólksins: Mjög sammála

Miðflokkurinn: Mjög sammála

Samfylkingin: Mjög sammála

VG: Mjög sammála

 

Spurning 3:
Kirkjan er hluti af velferðarkerfinu og sinnir margháttuðu hlutverki í samfélaginu, s.s. fræðslu- og hjálparstarfi, sálgæslu, áfallahjálp og stuðningi við þau sem syrgja, eiga um sárt að binda og minna mega sín.

Framsókn: Mjög sammála

Viðreisn: Mjög sammála

Sjálfstæðisflokkur: Mjög sammála

Flokkur fólksins: Mjög sammála

Miðflokkurinn: Mjög sammála

Samfylkingin: Mjög sammála

VG: Mjög sammála


Spurning 4:
Ríkið ætti að láta af skerðingu sóknargjalda og afhenda trú- og lífsskoðunarfélögum 100% af þeim sóknargjöldum sem hið opinbera innheimtir af skattgreiðendum.

Framsókn: Mjög sammála

Viðreisn: Mjög sammála

Sjálfstæðisflokkur: Mjög sammála

Flokkur fólksins: Mjög sammála

Miðflokkurinn: Mjög sammála

Samfylkingin: Mjög sammála

VG: Mjög sammála


Spurning 5:
Skoða ætti að stofna sérstakan viðhaldssjóð og/eða gera sóknum kleift að sækja um endurgreiðslu á virðisaukaskatti til að mæta kostnaði vegna viðhalds friðaðra kirkna á Íslandi.

Framsókn: Sammála

Viðreisn: Hvorki sammála né ósammála

Sjálfstæðisflokkur: Sammála

Flokkur fólksins: Mjög sammála

Miðflokkurinn: Mjög sammála

Samfylkingin: Mjög sammála

VG: Mjög sammála

Athugasemdir:
Guðlaugur Þór Þórðarson (Sjálfstæðisflokkur): Núverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, Guðrún Hafsteinsdóttir, hafði þegar sett af stað vinnu við endurskoðun fyrirkomulags um sóknargjöld. Sú vinna er í gangi en því miður liggur niðurstaðan ekki fyrir.

 

Spurning 6:
Núverandi rekstrarform kirkjugarða er ósjálfbært og leita þarf nýrra lausna.

Framsókn: Mjög sammála

Viðreisn: Mjög sammála

Sjálfstæðisflokkur: Mjög sammála

Flokkur fólksins: Mjög sammála

Miðflokkurinn: Hvorki sammála né ósammála

Samfylkingin: Mjög sammála

VG: Mjög sammála

Athugasemdir:
Ingibjörg Isaksen (Framsókn): Mikilvægt er að ráðast í heildarendurskoðun á lögum um kirkjugarða og hlutverk þeirra. Auk þess sem það er mikilvægt að heimila líkgeymslum að rukka samkvæmt gjaldskrá.

  • Þjóðkirkjan

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði