Heims um ból sungið við kertaljós

10. desember 2024

Heims um ból sungið við kertaljós

Heims um ból sungið við kertaljós

Eins og fram hefur komið á kirkjan.is hélt Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra hátíðarræðu á aðventukvöldi Bústaðakirkju, fyrsta sunnudag í aðventu þann 1. desember kl. 17:00.

Barnakór Fossvogs söng undir stjórn Valdísar Gregory.

Það er ævinlega mikil stemmning og mikill hátíðarbragur þegar barnakórar syngja á aðventukvöldum.

Sum barnanna syngja af mikilli innlifun á meðan önnur einbeita sér að því að horfa á áheyrendur.

Að sögn Þorvaldar Víðissonar prests í Fossvogsprestakalli og prófasts í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra er starfsfólk Bústaðakirkju afskaplega ánægt með samstarfið við Tónskóla Reykjavíkur, en kórinn er starfræktur á þeirra vegum á vettvangi Bústaðakirkju.

Jónas Þórir stjórnaði allri tónlistinni á aðventuhátíðinni, en ásamt honum voru í hljómsveitinni Matthías Stefánsson á fiðlu og gítar, Stefán S. Stefánsson á sax og slagverk og Bjarni Sveinbjörnsson á bassa.

Kammerkór Bústaðakirkju söng.

Einsöngvarar voru Bernadett Hegyi, Edda Austmann Harðardóttir, Gréta Hergils Valdimarsdóttir, Ívar Helgason, Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Svava Kristín Ingólfsdóttir.

Þess má geta að á aðventuhátíðinni var frumflutt nýtt jólalag eftir Jónas Þóri, en hann samdi bæði lag og texta.

Formaður sóknarnefndar Bústaðakirkju Þórður Mar Sigurðsson flutti ávarp þar sem hann reifaði hið fjölbreytta starf sem fram fer í Bústaðakirkju og þakkaði starfsfólki, sjálfboðaliðum, Kvenfélagi og öðrum dýrmæta og mikilvæga þjónustu á vettvangi kirkjunnar.

Hólmfríður Ólafsdóttir djákni las textann úr Jesaja spádómsbók um friðarhöfðingjann.

Sigríður Kristín Helgadóttir prestur í Fossvogsprestakalli leiddi stundina ásamt samstarfsprestum sínum.

Í lokin tók barnakórinn þátt í að syngja Heims um ból, með kertaljós í rökkvaðri kirkjunni.

Bústaðakirkja var troðfull á aðventuhátíðinni.

Það er löng hefð fyrir því að hátíðin sé afarvel sótt og var engin breyting á því að þessu sinni.

Hvert sæti var setið og áhrifaríkt var að tendra á kertaljósum í lokin og syngja saman Heims um ból, við undirleik Jónasar Þóris.


slg


  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Tónlist

  • Trúin

  • Biblían

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði