Laust starf organista

11. desember 2024

Laust starf organista

Orgel Grqafarvogskirkju

Sóknarnefnd Grafarvogssóknar hefur auglýst laust til umsóknar stöðu organista í 65 % starfi.

Starfsskyldur organistans eru:

• Orgelleikur og kórstjórn við helgihald í Grafarvogskirkju, Kirkjuselinu í Spöng og á hjúkrunarheimilinu Eir.

• Undirleikur á kóræfingum barnakórs Grafarvogs í Grafarvogskirkju, í helgistundum og við samsöng eldri borgara.

• Auk annara tilfallandi verkefna sem rúmast innan starfsskyldna og starfshlutfalls.

Hæfni:

• Umsækjandi þarf að minnsta kosti að hafa lokið prófi í kirkjutónlist frá Tónskóla þjóðkirkjunnar eða sambærilegu prófi í kirkjutónlist.

• Umsækjandi þarf að hafa reynslu af tónlistarflutningi við helgihald og kórstjórn.

• Umsækjandi þarf að hafa gaman af fjölbreyttu helgihaldi, vera hugmyndaríkur og hafa áhuga á að taka þátt í að byggja upp tónlistarstarf í söfnuðinum.

• Umsækjandi þarf að hafa færni í samskiptum, getu til að vinna í hóp og hæfni til að starfa sjálfstætt.

Staða organistans heyrir undir organista/tónlistarstjóra Grafarvogssóknar.

Organistinn mun sinna helgihaldi að jafnaði aðra hvora helgi.

Gert er ráð fyrir því að organisti/tónlistarstjóri og organistinn leysi hvorn annan af í fríum.

Í Grafarvogssókn er helgihald allan ársins hring í Grafarvogskirkju, yfir vetrartímann í Kirkjuseli í Spöng og reglulega á hjúkrunarheimilinu Eir.

Þrír kórar eru við kirkjuna, kirkjukór, Vox Populi og barnakór Grafarvogs í Grafarvogskirkju sem rekinn er í samstarfi við Tónskólann í Reykjavík.

Auk organista/tónlistarstjóra og organistans starfa þrír prestar, einn djákni, æskulýðsfulltrúi, kirkjuverðir og ritari í sókninni.

Ráðið verður í stöðuna frá 1. janúar 2025.

Umsóknarfrestur er til 12. desember 2024.

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi FÍO og Þjóðkirkjunnar.

Umsækjendur eru beðnir um að senda umsókn og ferilskrá á netfangið formadur@grafarvogskirkja.is

Nánari upplýsingar veitir Anna Guðrún Sigurvinsdóttir formaður sóknarnefndar í síma 858 1002, formadur@grafarvogskirkja.is

 

slg



  • Kirkjustaðir

  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Starf

  • Tónlist

  • Tónskóli þjóðkirkjunnar

  • Auglýsing

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði