Glaðir Liljuhafar

13. desember 2024

Glaðir Liljuhafar

Liljuhafar í Egilsstaðakirkju-sjá nöfn í frétt

Sunnudaginn 10. nóvember var efnt til Liljumessu í Egilsstaðaprestakalli.

Töluverður fjöldi Lilju-hafa eru í prestakallinu, en því miður voru mörg sem gátu ekki verið viðstödd afhendinguna, sem fram fór í Lindakirkju á Kirkjudögum í haust.

Að sögn Sigríðar Rúnar Tryggvadóttur, prests í Egilsstaðaprstakalli og prófasts í Austurlandsprófastsdæmi, þá var frábær þátttaka í Liljumessunni og mjög góð samvera.

„Við áttum t.d. þrjá Lilju-hafa sem höfðu sungið 70 ár eða lengur í kór“

segir Sigríður.

"Þessi fremst á myndinni, nafna mín í hjólastólnum og Hrafnkell Björgvinsson, en Kristján Gissurarson vantar á myndirna.

Liljumessa er svo fyrirhuguð í Austfjarðaprestakalli á nýju ári.

Úr prófastsdæminu voru Liljuhafar um hundrað talsins.“

Sigríður Rún segir að kórastarf sé hjartað í hverri kirkju og á kirkjudögum í Lindakirkju í lok ágúst voru kórsöngvarar heiðraðir fyrir störf sín.

"Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir veitti Liljuna, sem eru tónlistarverðlaun þjóðkirkjunnar, þeim kórfélögum sem sungið höfðu í 30 ár eða lengur í kirkjukórum.

Fjölmenni var við þá hátíðlegu athöfn, en kórfólkið héðan að austan komst ekki allt til að vera viðstatt.

Það var því boðað til Liljumessu í Egilsstaðakirkju 10. nóvember sl.

Þar var Liljan afhent kórfélögum úr Egilsstaðaprestakalli, þ.e. nöfn allra handhafa voru lesin upp og þau sem ekki höfðu veitt viðtöku Liljuskjali sínu í Lindakirkju fengu það afhent.

Mikill fjöldi kórafólks af Héraði, Seyðisfirði og Borgarfirði mætti til messu og tók þátt í samkór kirkjukóranna í prestakallinu, leiddu söng og sungu stólvers."

Myndin sem fylgir fréttinn er af Liljuhöfum í Egilsstaðaprestakalli.

Hún var tekin við afhendingu í messu þann 10. nóvember 2024.

Á myndinni má sjá:

Efri röð frá vinstri: Sigurður Gylfi Björnsson, Ásgeir Þórhallsson, María Fanney Kristjánsdóttir, Friðrik Ingi Ingólfsson.

Frá hægri: Helga Hallbjargar Vigfúsdóttur, Gunnar Björnsson, Guðrún Ljósbrá Björnsdóttir, Þorvaldur Hjarðar, Guðrún Sóley Guðmundsdóttir, Magnús Karlsson, Björn Eiríksson, Guðný Hildigunnur Sigþórsdóttir, Jón Júlíusson, Auðbjörg Halldís Hrafnkelsdóttir, Magni Þórarinn Ragnarsson og Sigþrúður Sigurðardóttir.

Neðri röð frá vinstri: Hugrún Sveinsdóttir, Gunnþóra Snæþórsdóttir, Sigríður Óladóttir (fremst), Jónína Zóphóníasdóttir, Þorgerður Jónsdóttir, Sigríður Laufey Sigurjónsdóttir, Ragnhildur Billa Árnadóttir, Lilja Gísladóttir og Hrafnkell Björgvinsson.

Rúmlega fimmtíu kórfélagar úr prestakallinu voru handhafar Liljunnar, aðrir Liljuhafar voru fjarstaddir eða höfðu áður fengið Liljuna afhenta.

 

slg


  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Sjálfboðaliðar

  • Þjóðkirkjan

  • Tónlist

  • Trúin

  • Viðburður

  • Biskup

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði