Ályktun prestastefnu

Prestastefna 2018

Ályktun frá umhverfishópi Þjóðkirkjunnar

Stöðugar fréttir berast af því hve ástand loftslags- og umhverfismála er orðið alvarlegt. Vísindamenn á sviði umhverfismála vara við stórstígum breytingum á náttúru og þá ekki síst loftslagsbreytingum sem geta kallað á óafturkræfar breytingar á náttúru og veðurfari með alvarlegum afleiðingum fyrir einstaklinga og þjóðir, hvort heldur á meðal fátæks fólks í þróunarríkjum, eða í náttúru norðurslóða.

Þá kemur fram í nýlegri tilkynningu frá Umhverfisstofnun að Íslendingar eru fjarri því að ná skuldbindingum sínum um losun gróðurhúsalofttegunda.

Description
Prestastefna 2018 hvetur stjórnvöld á Íslandi til dáða og styður vinnu að aðgerðaráætlun vegna loftslagsmála á Íslandi. Þá hvetur hún kirkjuleg stjórnvöld og söfnuði kirkjunnar til að leggja sitt af mörkum til þess að Íslendingar nái að standa við þau markmið í loftslagsmálum sem þeir hafa skuldbundið sig til. Má þar nefna að Íslendingar dragi úr losun gróðurhúsalofttegunda um 35-40 prósent fyrir 2030, miðað við losun 1990 svo að hlýnun andrúmslofts verði vel innan við 2 gráður (miðað við stöðuna fyrir iðnbyltingu).
Prestastefna 2018 hvetur einnig biskup Íslands fyrir hönd Þjóðkirkjunnar til að skrifa undir yfirlýsingu (s.k. Arctic Commitment) um að bruni svartolíu til að knýja skip verði bannaður á norðurslóðum, svo og flutningur á svartolíu nema óhjákvæmilegt sé fyrir íbúa nyrstu byggða.

Greinargerð: 

  1. Tilefni þess að þjóðkirkjan vekur sérstaklega máls á þörf á umbótum í umgengni við umhverfi og náttúru er að vísindalegar rannsóknir og mælingar staðfesta að hætta sé á stórkostlegum breytingum á loftslagi og náttúru yfirleitt til hins verra. Að auki stafar samfélagi manna og heimsfriði ógn af núverandi ástandi og fyrirsjáanlegri þróun mála til aukins óréttlætis og ójafnaðar.
  2. Núverandi vandi er ekki kominn til vegna ,,galla" sköpunarverksins heldur kominn til vegna ágalla á skipulagi og aðferð samfélagsins við notkun og umgengni við óafturkræf náttúrugæði. Lausn vandans er hjá fólkinu og allir njóta afrakstri góðra lausna um ókomin ár.
  3. Þjóðkirkjan væntir þess og gengur út frá því sem vísu að stjórnvöld standi við lagalegar sem og alþjóðaréttarlegar skuldbindingar og býður fram þjónustu við að mæta aðsteðjandi loftlagsvanda með starfi sínu.
  4. Ein af ástæðunum fyrir því hve vandinn er stór er misjafn aðgangur að takmörkuðum náttúrugæðum – og sóun þeirra. Þá stendur vísinda- og tækniþekking þeim síður til boða sem bera afleiðingarnar sem oftar en ekki eru fátækar þjóðir. Kristin kirkja vinnur gegn óréttlæti í þessari mynd.


5.  Áríðandi er að grípa fljótt til aðgerða til að sporna gegn varanlegri spillingu náttúrugæða, röskun á mikilvægum kerfum (loftlags- og vistkerfum). Standa ber að því að tryggja möguleika allra samfélaga til að nýta sér og eiga varanlegan aðgang að undirstöðu náttúrugæðum til heilbrigðs lífs og réttlátrar samfélagsþróunar í í samræmi  við anda algildra mannréttinda og kristinna gilda.                                                                                             6.  Viðhorf og starf kristinna manna beinist að notkun almannagæða fyrst og fremst í anda kærleiksboðorða Krists með því að vinna með réttlæti gegn ófriði og                                  umgangast   sköpunarverk Guðs og dásemdir náttúrunnar í virðingu, hófsemd og þakklæti. Verkfæri þjóðkirkjunnar geta verið af ýmsum toga, svo sem að draga fram gildi þess og hvernig  náungi okkar snýr að okkur í umgengni við umhverfið og náttúrugæði með vitund og virðingu fyrir hlutverki okkar.                    7.  Mikilvægt er að benda á það að náttúran er órjúfanlegur hluti af sköpunarverkinu og því miklu meira en vettvangur nýtingar og arðráns mannsins. Það hefur ómetanlegt  gildi að manneskjan upplifi sig sem hluta af stærra vistkerfi í sátt við Guð og menn.         8.  Þessu til viðbótar er kjörið að færa helgihald kirkjunnar nær náttúruupplifun til að við getum orðið ríkara samfélag af nærveru okkar við Guð og vinna með                                      stjórnvöldum í að þjóna landsmönnum og gestum okkar við að upplifa og þroska þetta samband með sér áheilbrigðan og innihaldsríkan hátt.

Samþykkt á Prestastefnu 2018, 26. apríl