Erindi og umræður

Erindi og umræður fara fram í Lindakirkju og taka 45 mínútur.  Þar skiptast á innlegg frá málshefjendum
og umræður auk fyrirspurna áheyrenda. 
Um 40 erindi og umræður eru í boði á Kirkjudögum sem fara fram frá mánudegi til fimmtudags, 26. - 29. ágúst kl. 18:00-21:00,
og laugardaginn 31. ágúst, kl. 11:00-16:00.

Kirkja

Sálgæsla og tónlist - Tónmóðir eilífðarinnar
Umfjöllun um rannsókn á mikilvægi tónlistar við sálgæslu syrgjenda í útförum og í sorgarferli. Einnig um þær miklu breytingar sem orðið hafa á tónlist við útfarir sl. 20 ár. Nýjar áskoranir tónlistarstjóra og söngvara og mikilvægi samtals útfararstjóra, presta og tónlistarstjóra þegar kemur að skipulagningu útfararinnar.
Kirs
tin Erna Blöndal, söngkona

Kennslustofa

Þegar akurinn kemur til okkar
Kristniboð hefur snúist mest um að fara út um heiminn, boða fagnaðarerindið og gera Jesú þekktan meðal þjóðanna. Nú hefur ýmislegt breyst og fólk kemur til Íslands hvaðanæva að úr heiminum. Sumt til að starfa hér, annað sem umsækjendur um alþjóðlega vernd eða flóttamenn sem hafa fengið hæli. Hver er ábyrgð okkar gagnvart þessu fólki? Hvernig mætum við því og styðjum við bak þess sem margt hvert hefur sára og erfiða reynslu að baki. Kristniboðssambandið hefur m.a. boðið útlendingum ókeypis íslenskukennslu í níu ár. Því fylgir önnur kærleiksþjónusta af ýmsu tagi, þar á meðal sálgæsla og stuðningur. Sum óttast að vera send heim aftur. Hvað getum við gert? Hvernig stutt við bak þessa fólks?
Helga Vilborg Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri innanlandsstarfs SÍK

Safnaðarheimili

Umhyggja, samfylgd og sálgæsla - að bregðast við áföllum í barna- og æskulýðsstarfi
Fjallað verður um verklag í kringum áföll sem verða í barna- og æskulýðsstarfi. Umsjónaraðilar deila reynslu sinni og munu í gagnvirkri umræðu við þátttakendur á staðnum fjalla um hvað hefur gefist vel og annað sem reynslan sýnir að betur hefði mátt fara.
Sr. Guðni Már Harðarson og sr. Dís Gylfadóttir

Kirkja

Fjölskyldur í sorg og áföllum
Hér verður farið í mikilvæga þætti í vinnu með fjölskyldur í kringum áföll og missi. Mikilvæg grunnstef verða áréttuð og dæmi tekin úr reynslu í starfi. Gert er ráð fyrir samtali við þátttakendur á staðnum.
Sr. Gunnar Rúnar Matthíasson, sjúkrahúsprestur, og sr. Vigfús Bjarni Albertsson, forstöðumaður, Sálgæslu- og fjölskylduþjónustu kirkjunnar

Kennslustofa

Innri friður
Hvernig geta bænaaðferðir úr kristinni hugleiðsluhefð stuðlað að innri friði? Fjallað veður um Kyrrðarbæn, Fagnaðarbæn og Lectio Divina.
Sr. Bára Friðriksdóttir, Bylgja Dís Gunnarsdóttir og sr. Henning Emil Magnússon

Safnaðarheimili

Sálgæsla í söfnuði - rótfesti og friður í hjarta
Gefin verður innsýn í umfang, fjölbreytni og eðli sálgæslu í söfnuðum Þjóðkirkjunnar.
Ásta Águstsdóttir djákni og sr. Sigurður Arnarson

Kirkja

Sálgætir er verkfæri
Hér verður horft inn á við og skoðað hvað á sér stað innra með þeim sem sinnir sálgæslu. Því er haldið fram að þar liggi grunnur sálgæslu, í móti hjartans - að hafa þrek til að vera í þjáningu og vera meðvitaður um hvað gerist í manni sjálfum er við styðjum aðra.
Sr. Gunnar Rúnar Matthíasson, sjúkrahúsprestur, og sr. Vigfús Bjarni Albertsson, forstöðumaður, Sálgæslu- og fjölskylduþjónustu kirkjunnar

Kennslustofa

Sálgæsla, nærvera, snerting
Fjallað verður um það hvernig þessir þrír þættir fléttast saman í samfylgd á erfiðum stundum sem og í daglegu lífi, varnarleysis okkar þegar við horfum á þjáningu ástvinar- eða náungans og hvernig stuðningur lítur út.
Anna Hulda Júlíusdóttir djákni

Safnaðarheimili

Starf Sorgarmiðstöðvar
Sagt frá starfsemi Sorgarmiðstöðvarinnar og þeirri þjónustu sem er í boði fyrir syrgjendur en þar má m.a. nefna stuðningshópastarf, jafningjastuðning, sálgæsluviðtöl, námskeið og fræðslu fyrir vinnustaði, skóla og stofnanir.
Jóhanna María Eyjólfsdóttir fagstjóri

Kirkja

Eldriborgarastarf- friðarstarf
Sýnt verður viðtal við Valgerði Gísladóttur um upphaf og þróun Eldriborgararáðs og Þorgils Hlynur Þorbergsson, guðfræðingur, kynnir samantekt umræðu Eldriborgararáðs um samband friðar og velsældar.
Sr. Bára Friðriksdóttir, prestur

Kennslustofa

Messuform í þróun: "Gerðu það bara en segðu engum frá því"!
Rætt um rúmlega áratugs tilraunir og þróun messuforms í Langholtskirkju - Árið 2013 var farið í stefnumótunarvinnu í Langholtssókn
í Reykjavík. Eitt af því sem fram kom var sterkur vilji til að messan og messuformið höfðaði betur til safnaðarins með það í huga
að auka messusókn í sunnudagsmessunni. Eindreginn vilji var til að sú vinna byggði á menningu safnðarins sem ,,Syngjandi kirkja".
Síðan þá hafa farið fram kannanir, ótal samtöl og tilraunir með messuformið og var þar unnið með sístæða sköpun og siðbót
í anda Kvennakirkjunnar. Í málstofunni verður gerð grein fyrir aðdragandanum, ferlinu og hvar við erum stödd núna.
Gaman væri ef áheyrendur hefðu skoðanir á því hvað svo ?
Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir og sr. Ásta Ingibjörg Pétursdóttir

Safnaðarheimili

Lennox and Lewis: Defending the faith in a hostile world.
Introduction to C. S. Lewis and John Lennox, their work and books. - What can we learn, why are the books of C. S. Lewis still up to date? Interview with John Lennox, professor emeritus in Mathematics, on his faith and the impact of C. S. Lewis. Workshop in English.
James Joransen Jr. Documentary filmmaker

Kirkja

Helgunarleið kirkjuársins – köllun til ábyrgðar.
Sömu ritningartextar eru lesnir upp í kristnum guðsþjónustum um heim alla árið um kring
og lagt út af þeim í prédikun, söng og bæn. Segja má að þessir textar birti tiltölulega skýra mynd
af kristnum hugmyndaheimi. Auk þess að vera farvegur helgunar bæði fyrir einstaklingin sem og söfnuðinn.
Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson

Kennslustofa

Prestvígsla kvenna í 50 ár
Félag prestvígðra kvenna stendur fyrir málstofu í tengslum við það að þann 29. september nk. eru liðin 50 ár síðan fyrsta konan á Íslandi hlaut prestvígslu.
Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir og sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir

Safnaðarheimili

Gagnast Alfa kirkjunni þinni?
Hvað er Alfa? – Virkar Alfa? Getur verið að námskeiðin séu öflug verkfæri til að; vekja áhuga á kristinni trú, fræðast um trúna og endurnýja kirkjuna? Hvernig er Alfa undirbúið og haldið? Er þetta mikil fyrirhöfn? Einnig verður tæpt á öðrum skyldum námskeiðum, eins og hjónabandsnámskeiði og Alfa fyrir ungt fólk.
Einar Sigurbergur Arason

Kirkja

Líðan fólks sem býr við náttúruvá
Umfjöllun um rannsókn um tengsl upplýsingamiðlunar og öryggistilfinningar fólks sem býr við skriðuhættusvæði.
Rannsóknin var unnin í samstarfi við Veðurstofu Íslands og Almannavarnir, og sjónum beint að Seyðisfirði.
Unnur Blær A. Bartsch, MA í landafræði

Kennslustofa

Persónulegan Guð!? „Nei takk fyrir!“
Umfjöllun um breytingar á guðstrú Íslendinga í ljósi könnunar á trú Íslendinga sem Terry Gunnell, prófessor í þjóðfræði, lét framkvæma.
Velt er upp mögulegum ástæðum fyrir því að trú á persónulegum Guði virðist fara dvínandi ásamt mikilvægi þess að horfast í augu
við menningu okkar og sögu og gangast við hvoru tveggja.
Sr. Gunnar Jóhannesson og sr. Örn Bárður Jónsson

Safnaðarheimili

Mörkuð umhvefisstefna og umhverfsstarf þjóðkirkjunnar
Hver er ábyrgð og hlutverk mannsins gagnvart sköpunarverki Guðs í lífi og starfi?
Hvað getur kirkjan lagt til í umhverfismálum gagnvart þeirri loftlagsvá sem ógnar lífríki og vistkerfi jarðar?
Sr. Axel Á Njarðvík og sr. Elínborg Sturludóttir

Kirkja

Forysta og kirkjan I – Guðfræðingar ræða forystu.
Umbreytandi forysta í fornöld: Cicero, Páll og Seneca
Sigurvin Lárus Jónsson kynnir niðurstöður þverfaglegrar rannsóknar um umbreytandi forystu og bréfaskriftir fornaldar. Rannsóknin var samstarfsverkefni guðfræði, klassískra fræða, sagfræði og stjórnunarfræða og komu rannsakendur frá fjórum Evrópulöndum. Í erindinu verður fjallað um hvernig lesa megi forna texta í samtali við leiðtogafræði nútímans.https://www.degruyter.com/document/isbn/9783111388137/html?lang=en
Dr. Sigurvin Lárus Jónsson

Hverju á kirkjustjórnin að stjórna? Boðleiðir og skipurit sjálfstæðrar Þjóðkirkju
Vígðir þjónar kirkjunnar hafa fram til þessa notið sjálfstæðis í boðun sinni og þjónustu. Sr. Einar Sigurbjörnsson lýsir þessu svo í ritinu Embættisgjörð: „Stöðu prestsins verður því að ræða út frá því sjónarmiði að hann er þjónn innan samfélagsins, kallaður til þjónustu við fólkið, söfnuðinn, með fagnaðarerindinu. Það er fagnaðarerindið sem gefur prestinum vald [...]“. Þetta er ólíkt því sem viðgengst innan skipulagsheilda þar sem starfsfólk lýtur beinu boðvaldi yfirboðara sinna. Kirkjustjórnin hefur þó leitast við að efla eftirlit og móta störf vígðra þjóna með beinum hætti, til dæmis í Innri samþykktum kirkjunnar frá árinu 2010. Systurkirkjur okkar hafa að sama skapi mótað lagskipt skipurit í skipulagi sínu. Viðskiptahugsuðir hafa á hinn bóginn fært fyrir því rök að eftir því sem starfsemi krefst meiri sérfræðiþekkingar og felur í sér nýsköpun og frumkvæði, þeim mun meira ætti frelsi starfsfólksins að vera. Leitast verður við að greina stöðu presta og djákna út frá þessum hugmyndum og þar með að svara þeirri spurningu sem kemur fram í yfirskriftinni. Ræddar verða niðurstöður könnunar sem mannauðssvið biskupsstofu vann á síðasta ári og spurt hvar tækifæri liggja til frekari vaxtar.
Dr. Skúli S. Ólafsson:
Málstofustjóri: Sr. Arna Grétarsdóttir

Kennslustofa

Hjálparstarf kirkjunnar erlendis. Dugar að láta hjartað ráða för?
Hvernig næst raunverulegur árangur til valdeflingar, virkni, meiri mannréttinda og þátttöku allra í verkefnum erlendis - Hjálparstarf kirkjunnar starfar erlendis með Alþjóðlegu hjálparstarfi kirkna (ACT Alliance) og Lúterska heimssambandinu (The Lutheran World Federation) að mannúðar- og þróunarsamvinnuverkefnum. Unnið er eftir alþjóða stöðlum að því að bjarga mannslífum, bæta fæðuöryggi, vernda börn, bæta stöðu kvenna og stuðla að friði og velferð í samfélögum sem standa höllum fæti.
Kristín Ólafsdóttir, verkefnastjóri, og Bjarni Gíslason, framkvæmdarstjóri Hjálparstarfs kirkjunnar

Safnaðarsalur

Syngjandi kirkja í Langholtshverfi
Rætt verður um það einstaka tónlistarstarf sem blómstrað hefur í yfir sjötíu ár í Langholtskirkju í Reykjavík. Halldóra og Ágústa veita í málstofunni innsýn í einstaka menningu safnaðarins sem býr í Langholtskirkju í Reykjavík. Báðar hafa þær reynslu af tónlistarlífinu í Langholtskirkju frá fyrstu hendi, sungu árum saman í Kór Langholtskirkju og nú í Góðum Grönnum sem skipaður er fyrrum félögum í Kór Langholtskirkju. Þær hafa átt börn í kórskóla Langholtskirkju og nú í Kór Langholtskirkju auk þess sem þær sitja í sóknarnefnd safnaðarins. Jón Stefánsson organisti byggði upp á rúmlega fimmtíu ára starfstíma sínum gríðarlega viðamikið kórastarf sem sóknarnefnd og starfsfólk Langholtskirkju leggja mikinn metnað í að viðhalda. Á síðasta starfsári sungu tæplega 200 kórsöngvarar í sex kórum kirkjunnar undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar organista, Sunnu Karenar Einarsdóttur kórstjóra og Bjargar Þórsdóttur kórstjóra. Kórarnir eru Kór Langholtskirkju, Graduale Nobili, Gradualekór Langholtskirkju, Graduale Futuri, Graduale Liberi og Krúttakórinn. Að auki eiga heimili sitt í Langholtskirkju, Góðir Grannar, Fílharmónían og Laufáskórinn.
Halldóra Eyjólfsdóttir, sjúkraþjálfari og söngvari, Ágústa Jónsdóttir, tónmenntakennari og kórsöngvari og Finnur Ágúst Ingimundarson, íslenskufræðingur og kórsöngvari

Kirkja

Forysta og kirkjan II – Þjónandi forysta
Á hverju byggir þjónandi forysta?
Velferð, heilbrigði, starfsánægja og nýsköpun eru meðal þeirra þátta sem rannsóknir benda til að styrkist þar sem viðhafðir eru stjórnarhættir þjónandi forystu. Dr. Sigrún fer yfir þriggja þátta líkan þjónandi forystu sem hún setti fram með áherslu á vitund og ábyrgðarskyldu hins þjónandi leiðtoga.
Dr. Sigrún Gunnarsdóttir:

Viðhorf presta þjóðkirkjunnar til þjónandi forystu.
Gerð verður stuttlega grein fyrir helstu niðurstöðum rannsóknar á viðhorfi presta þjóðkirkjunnar til þjónandi forystu samkvæmt mælitæki dr. Laup Organizational Leadership Assessment (OLA). Farið verður yfir samanburð á þriggja þátta líkani dr. Sigrúnar Gunnarsdóttur, sex einkennum þjónandi forystu samkvæmt dr. Jim Laup og tvíþætta kærleiksboðorðinu (Lúk. 10.27). Að lokum verður varpað fram þeirri spurningu, til umræðu, hvort þjóðkirkjan eigi að innleiða með markvissum hætti, hugmyndafræði þjónandi forystu?
Sr. Arna Grétarsdóttir:
Málstofustjóri: Dr. Skúli S. Ólafsson

Kennslustofa

Hjálparstarf kirkjunnar á Íslandi. Dugar að láta hjartað ráða för?
Hvernig næst raunverulegur árangur til valdeflingar, virkni, meiri mannréttinda og þátttöku allra í íslensku samfélagi - Hjálparstarf kirkjunnar starfar á Íslandi með það að markmiði að hjálpa til sjálfshjálpar, auka mannréttindi, fræða og hvetja til virkrar þátttöku í samfélaginu, bæta sjálfsmynd og trú á eigin getu, vinna gegn félagslegri einangrun og efla tengslanet, mæta þörfum þeirra sem verst eru settir. Starfið er í samráði og samstarfi við þau sem leita til Hjálparstarfsins og snýst um samtal, hlustun og að styrkja rödd þeirra sem ekki komast að í samfélaginu og vera talsmenn þeirra þegar þörf er á. Þannig er stuðlað að friði og velferð á Íslandi.
Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi, Rósa Björg Brynjarsdóttir, umsjónarkona, og Svavar Hávarðsson, fræðslu- og upplýsingarfulltrúi

Safnaðarsalur

Þjóðkirkjan og stjórnmálin - samferða að friðsælli veröld
Málstofa með forsvarsmönnum stjórnmálaflokka sem eiga sæti á Alþingi. Umræður um kirkju og samspil stjórnmála, stöðu og framtíð kirkjunnar og hvaða sýn stjórnmálin hafa á hlutverk þjóðkirkjunnar í vegferð að friði, velferð og betri veröld. Eftirfarandi alþingismenn taka þátt: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Ágúst Bjarni Garðarsson, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Diljá MIst Einarsdóttir og Orri Páll Jóhannsson.
Pétur Markan, bæjarstjóri

Kirkja

Samtal um framtíðarsýn
Nýkjörin biskup ásamt biskupsritara og samskiptastjóra ræða áherslur kirkjunnar á
komandi árum.
Sr. Guðrún Karls Helgudóttir, sr. Eva Björk Valdimarsdóttir og Heimir Hannesson

Kennslustofa

Trúarleg skynjun og náttúruleg safnaðaruppbygging
Hvernig er þér eðlilegast að skynja Guð? Glærusýning og spjall - Kynning á bókinni Áhrifaríkt trúarlíf: Trúarskynjun mín, þín og safnaðarins, þar sem fjallað er um eitt af átta gæðamörkum náttúrulegrar safnaðaruppbyggingar. Að þekkja og skilja eftir hvaða farvegum fólk skynjar Guð helst hefur áhrif á áhrifamátt trúarinnar í lífi einstaklinga og safnaða. Þessi skilningur er sérstaklega dýrmætur fyrir þá sem skipuleggja helgihald og annast kristna boðun.
Sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson og dr. Ásdís Emilsdóttir Petersen

Safnaðarsalur

Þjónusta kirkjunnar í fjölbreytileikanum
Umfjöllun um tilurð, hlutverk og tilgang sérsþjónustunnar við ýmsa hópa í samfélaginu með áherslu á þjónustu við fanga, heyrnarlausa og fólk með fötlun. Afhverju skiptir þessi þjónusta máli, hverjar eru áskoranirnar og framtíðin?
Sr. Sigrún Óskarsdóttir, sr. Kristín Pálsdóttir og sr. Guðný Hallgrímsdóttir

Kirkja

„Að lifa við stríð“
Það búa ekki allar kirkjur við frið.
Sr. Sally Azar, palestínskur prestur lúthersku kirkjunnar í Jerúsalem, ræðir
við Sivin Kit frá Lútherska heimsambandinu um kirkjulíf í Palestínu.
(fer fram á ensku)

Kennslustofa

70 ára kröftug kirkja í Konsó
Í haust eru 70 ár frá komu fyrstu kristniboðanna til Konsó í Eþíópíu.
Þar hefur á þessum árum vaxið fram kirkja sem er orðin fjölmennari en þjóðkirkjan á Íslandi.
Hvernig gerðist það?
Guðlaugur Gunnarsson, kristniboði og kerfisfræðingur

Kennslustofa

Kristniboð sem friðarstarf
Að hvaða leyti er kristniboðið friðarstarf? Hvernig tengjast friður og réttlæti í starfinu?
Hverju breytir fagnaðarerindið í heimi sterkrar þjóðflokkahyggju og hvar er þörf á frekari breytingum?
Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri SÍK.

Safnaðarheimili

Lútherska heimssambandið sem friðflytjandi
Sivin Kit, verkefnastjóri guðfræði, boðunar og réttlætis hjá Lútherska heimssambandinu
kynnir starf sambandsins og tengsl þess við íslensku kirkjuna.
Sivin Kit, verkefnastjóri guðfræði, boðunar og réttlætis hjá Lútherska heimssambandinu

(fer fram á ensku)

Safnaðarheimili

Fólk á flótta?
Erindið mun fjalla um hvaða hlutverk kirkjan hefur og skoða tækifæri kirkjunnar til að þjóna fólki á flótta
sem kemur til Íslands.
Sr. Heiðrún H Bjarnadóttir Beck, en hún situr í framkvæmdanefnd kirkjunnar um málefni innflytjenda og flóttafólks.

Kennslustofa kl. 20:00

Ofsóknir – andhverfa friðarins
Um ofsóknir á hendur kristnu fólki um víða veröld, staða mála, hvar eru ofsóknir mestar,
hvers vegna, hver er ábyrgð okkar? Hvaða máli skiptir trú- og tjáningarfrelsið
og hvernig getum við verið málsvarar þess?
Stutt kynning á fjölmiðlastarfi sem Kristniboðssambandið tekur þátt í og miðar
m.a. að því að efla frið og réttlæti í Miðausturlöndum, Norður-Afríku og víðar.
Helga Vilborg Sigurjónsdóttir,verkefnastjóri og Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Kristniboðssambandsins

Kirkja

Helgistund með altarisgöngu
Sr. Sally Azar, prestur Church of the Redeemer í Jerúsalem, þjónar við stundina

10:00 Galdraofsóknir fyrr og nú!
Sr. Magnús Erlingsson, prófastur á Ísafirði, fjallar um forvera sinn í prestsembætti, síra Jón Magnússon,
sem fékk tvö af sóknarbörnum sínum brennd á báli. Sr. Magnús veltir fyrir sér orsökum galdraofsókna.
Fjallað verður um slíkar ofsóknir á 20. öld. Rætt um möguleika þess að galdraofsóknir geti átt sér stað
á okkar tímum og spillt friðnum í samfélaginu.
Sr. Magnús Erlingsson,

11:00 Sálmaskáld spjalla um tónlist og trú
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og Ragnheiður Gröndal spjalla um tónlist og trú. Þau eiga það sameiginlegt
að hafa samið sálma sem sungnir eru í messum og athöfnum kirkjunnar. Þau munu kynna sálm sem þau
hafa samið, ræða tilurð hans og opna veröld samspils tóna, texta og trúar í innihaldsríku spjalli. Umræður og samsöngur.
Sr. Arna Grétarsdóttir

12:00 Í þjónustu við lífið
Fjallað verður um um lífslok út frá nálgun líknarmeðferðar og sálgæslu. Rýnt verður í hvernig það að kveðja
kallar á margs konar áskoranir sem og tilvistarlegar vangaveltur og/eða glímu. Um leið geta þessi tímamót
orðið merkingarbær kafli í lífi og sögu einstaklinga og fjölskyldna þeirra. Sérstaklega verður staldrað við öldrun
og lífslok og ungar fjölskyldur sem standa frammi fyrir andláti foreldris.
Dr. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir og sr. Sveinbjörg Katrín Pálsdóttir, sjúkrahúsprestar

13:00 Hópastarf um aðalatriði helgisiðanna
Hvað eru aðalatriði helgisiðanna? Hvernig má nýta meginreglugerðina lýðræðislega til að smíða grundvallarhugsun
nýrrar handbókar? Á vinnustofunni fá þátttakendur fræðslu um hvað meginreglur séu og vinna síðan með valdar meginreglur
í hópum. Niðurstöðurnar verða nýttar áfram í vinnu handbókarnefndar og með því að taka þátt í vinnustofunni gefst fólki kostur
á að hafa áhrif á vinnu við nýja handbók í helgihaldi.
Handbókarnefnd

14:00 Hinar mörgu myndir Hallgríms - Maðurinn, ljóðin og leikirnir
Í ár heiðrum við 350 ára minningu Hallgríms Péturssonar. Af þessu tilefni ætla prestar Hallgrímskirkju,
sr. Eiríkur Jóhannsson og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir að fjalla um Hallgrím Pétursson frá ýmsum sjónarhornum.
Hallgrímur var maður alvörunnar en líka kímni, stundum galsafenginn en bjó yfir næmni og innsæi, réttlætiskennd
og trúarsannfæringu sem er tímalaus í heimi trúar og þjóðar/kirkju. Erindin bregða ljósi á persónuna Hallgrím í fortíð og nútíð
bæði í frásögum og ljóðum skálda. Að lokum bregðum við á leik að hætti samtíma Hallgríms og skoðum og könnum hvað það þýðir
að „stafa kúrvelskt letur“ og „rífa ræfil úr svelli„
sr. Eiríkur Jóhannsson og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir

15:00 Eru kirkjugarðar nauðsynlegir?
Stiklað á stóru um kirkjugarða í landinu og sýndar myndir af framkvæmdum sem unnar hafa verið síðustu ár.
Guðmundur Rafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri kirkjugarðaráðs.

No image selected