Fjölskylduhátíð

Fjölskylduhátíð kirkjunnar, Friður og fjör. laugardaginn 31. ágúst, kl. 11:00-16:00

Friður og fjör á Kirkjudögum Gleði gleði gleði! Fjölskylduhátíð Kirkjudaga er á laugardaginn. Íslenska veðrið hefur ákveðið að hrekkja okkur en við  höfum því fært útidagskrána inn. Þurfum því miður að hætta við hoppukastlana. Við látum þetta ekki stoppa okkur í gleðinni. Barnadagskráin verður inni í safnaðarsal  óbreytt. Föndurstöð, andlitsmálning, tónlistaratriði, Jón Víðis töframaður, Jörgen leikjameistari, matarföndur, sjoppa og matarvagn.  Húsið verður iðandi af fjöri og við getum ekki beðið eftir að sjá ykkur á laugardaginn.


Dagskrá fyrir alla fjölskylduna

11:00-12:30  Inni i kirkju
                     Hátíðarsunnudagaskóli, barnakórar syngja,
                     unglingadagskrá og nýtt friðarlag frumflutt ofl.

12:30-16:00 Í safnaðarsal
                    Töframaður, leikjameistari, föndur, tónlist, krossfit,
                    friðarkórónur, andlistmálun.

12:00-16:00 Völundarhús inn í kapellu
                     Börnin ganga inn í biblíusögu.

No image selected

11:00 Hátíðarsunnudagaskóli

Stjórnendur Regína Ósk og Svenni Nú rifjum við upp skemmtileg sunnudagaskólalög.Barnakórar aðstoða við fjöldasöng.
Regína Ósk og Svenni flytja lagið "Í öllum litum regnbogans"


No image selected

12:00 Hefur þú farið á mót ?

Í barna- og unglingastarfi er oft farið í ferðalög og haldin skemmtileg æskulýðsmót.

Hér fá áhorfendur innsýn inn í þá stemningu sem gjarnan ríkir á slíkum stundum.

Hljómsveitin Lærisveinar Hans.

Friðrik Ómar mun flytja splunkunýtt lag"Færum öllum frið" sem samið er í anda kirkjudaga.

Tvíeykið VÆB syngur lagið Bíómynd.

Eftir það flyst unglingadagskráin yfir í safnaðaral.

No image selected

11:30 Þrír barna- og unglingakórar
         flytja skemmtileg lög

Barna- og unglingakór Vídalínskirkju,
stjórnandi Ingvar Alfreðsson.
Barna- og unglingakór Lindakirkju,
stjórnandi Áslaug Helga Hálfdánardóttir og Hjördís Anna Matthíasdóttir
Barnakórar Langholtskirkju : Graduale Liberi og Future,
stjórnandi Björg Þórsdóttir.

No image selected

12:30 -16:00 Dagskrá í Safnaðarsal

12:30 Jón Víðis töframaður

13:00 Íris Rós

13:15 Jörgen Nilson, leikjameistari

14:40 Dóra og döðlurnar

15:00 Jörgen Nilson, leikjameistari

15:30 Krossfit

Föndurstöð, andlitsmálning, tónlistaratriði, kaffihús, matarföndur, sjoppa og matarvagn. Húsið verður iðandi af fjöri og við getum ekki beðið eftir að sjá ykkur á laugardaginn.

No image selected
No image selected