Friðflytjandi

Yfirskrift Kirkjudaga 2024: „Sælir eru friðflytjendur“

Fréttatímar eru uppfullir af fréttum um náttúruhamfarir, stríð í heiminum, hnattræna hlýnun, fátækt, jaðarsetningu fólks og ekki síst niðurstöður íslenskra rannsókna sem sýna aukna vanlíðan barna og unglinga. Með þessari yfirskrift vill kirkjan vekja athygli á hlutverki okkar allra að vera hvert öðru, og sjálfum okkur, friðflytjendur. Setning er tekin úr Fjallræðu Jesú Krists, þar sem segir: Sælir eru friðflytjendur, því þau munu Guðs börn kölluð verða. Fjallræðuna má finna í Matteusarguðspjalli 5.kafla.

Kirkjudagar fengu fólk úr ólíkum áttum til þess að velta fyrir sér hvaða merkingu það getur haft að vera friðflytjandi.

Hér fyrir neðan má sá afrakstur þess.

No image selected