Af girðingshætti.

Af girðingshætti.

Það er kannski það sem guðspjall dagsins er að benda okkur á að horfa fram á vegin. Verkefnin sem okkur er treyst fyrir eru margvísleg á þeirri leið eru girðingar sem varna okkur leið. Í stað þess að klifra yfir, fara styðstu leið vaða áfram beint af augum ættum við að leita að hliðinum sem opna okkur leið vegin heiðarlega áfram.
fullname - andlitsmynd Þór Hauksson
13. september 2010
Flokkar

Prédikun í fjölskyldu-útvarpsmessu sunnudaginn 12. September Matt.6.24-34

Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen

Í guðspjallstextanum í dag er talað um að við eigum ekki að vera að hafa áhyggjur af lífi okkar. Ég segi bara „halló“ hvernig er hægt að lifa án þess að hafa áhyggjur?

Það er auðvitað ekki hægt að komast hjá því að stöku sinnum að hitta sjálfa sig fyrir með bogin af áhyggjum. Það er allveg rétt hjá þér “Hafið ekki áhyggjur” eitt er að segja annað í að vera. Orsök áhyggna geta verðið af margvíslegum toga. Barn hefur áhyggjur af einhverju sem hvarflar ekki að okkur fullorðnum. Áhyggjur markast af því hvar við erum stödd á lífsveginum Áhyggjur unglingsins er að vera með rétta útlitið að tilheyra rétta hópnum að standa ekki fyrir utan vera með. Ungt par að koma sér upp heimili og fjölskyldu. Foreldri hefur áhyggjur af velferð barnsins síns afkomu sinni og sinna. Aldraðir af heilsunni, afkomendum sínum – heimur versnandi fer. Allt þetta og miklu meira til kann að hitta okkur fyrir einhverntíma á lífsleiðinni. Það er ekkert mál að finna sér eitthvað til að hafa áhyggjur af. Af nógu er að taka. Þú veist eins og ég og öll þið hin er á hlýðið að lífið býður upp á svo miklu meira en að hafa áhyggjur af morgundeginum. Í guðspjallstextanum erum við minnt á þessa staðreynd.

- Þú sagði einu sinni söguna af því þegar fimm ára gutti var spurður hvað hann ætlaði að verða þegar hann yrði stór. Sá stutti var ekki lengi að hugsa sig um og sagði.”Prestur.” Aðspurður hvers vegna prestur. “Jú” sagði sá stutti. “Þá þarf ég bara að vinna á sunnudögum í klukkutíma.” Eða þegar litla stúlkan sem var að koma heim úr sunnudagaskólanum sagði við foreldra sína. “Hvar er presturinn geymdur fram að næsta sunnudagaskóla?”

Blessuð börnin – þau segja það sem þeim býr í brjósti og hafa ekki áhyggjur af - hvern og hvernig það hittir fyrir. Það er bara af hinu góða. Við megum ekki álíta að áhyggjur eru af hinu slæma svo framalega að þær fá okkur til að hugsa hlutina upp á nýtt. Það er staðreynd að það er ekki alltaf rétt gefið, það er eitt sígilt áhyggjuefni manneskjunnar.

- Hverjar eru þínar áhyggjur?

Áhyggjur mínar í dag er hin almenna samfélagsumræða hvort heldur í fjölmiðlum sem vilja láta taka sig alvarlega eða bloggskrif einstaklinga undir einhverjum hatti eða ein og sér. Þar þrífst mikil dómharka. Vertu fyrstur að benda á náunganna áður en hann bendir á þig. “Þér líkar” eða “líkar ekki” syndrómið og málið er afgreitt án þess að kynna sér það nánar.

- Hvað áttu við?

Hvað á ég við? Ekki þarf að leita lengra en til umræðunnar um þjóðkirkjuna. Á hvern hátt fullorðnar manneskjur leyfa sér að tala um kirkjuna gegn betri vitund að ég skyldi ætla þar sem þær tjá sig fjálglega um starf og hlutverk hennar í samfélaginu. Gera sig seka í rituðu og töluðu máli um að fara mað staðlausa stafi og vankunnuáttu um eðli og starf kirkjunnar í borg og sveit. Á eftir fylgir 33 vinir líkar þetta. Líkir hvað að farið sé með staðlausa stafi eða bara til að vera með. Ég hef áhyggjur af því hvað liggur þarna að baki.

Kirkjan er alls ekki yfir gagnrýni hafin, vinur er sá sem til vamms segir, en þá verður gagnrýnin að vera á málefnalegum grunni. Ef einhverjum verður fótaskortur á tungunni er hrópað að sá hinn sami ætti segja af sér. Heilög vandlæting skellur yfir og eyrir engum eða engu. Ég held að það væri ráð að þjóðin öll hvar sem við stöndum já og sitjum drögum djúpt andann ( geisp! )um leið og við íhugum orð okkar og verk, hversu vanmáttug við erum þegar við setjum okkur í þá stöðu að hafa áhyggjur af náunganum. Því þar er okkar eigin vanmáttur sem brýst fram.

Morgundagurinn rennur upp með öllum sínum verkum og orðum sem látin eru falla um náungann og morgundagurinn lætur það ekki trufla sig á ferð sinni til næsta dags sem minnir okkur á að hvað það var sem við höfðum áhyggjur af - því við vorum búin að gleyma því. Áhyggjur augnabliksins er gleymt þegar það næsta tekur við.

- Það er mikið rætt þessa dagana um munin á réttu og röngu. Við vitum að það er margt í samfélagi okkar á röngunni og líka margt á réttunni - þannig er það á öllum tímum.

Þjóðin hefur gengið og er að ganga í gegnum erfiða tíma þar sem áhyggjurnar eru eins og kargi á þjóðarvitundinni. Óþolinmóð köllum við eftir svörum frá þeim sem okkur finnst eiga að hafa svörin. Réttilega finnst fólki að stofnanir sem það lagði sitt traust á hafi brugðist. Stofnunin sem slík getur ekki brugðist heldur einstaklingurinn sem innan hennar starfar - getur gert sig seka um vanrækslu. Það er ekki hægt að horfa framhjá þeirri staðreynd að tortryggni þessa dagana er almenn í samfélaginu. Trúverðugleiki eitthvað sem var, en er ekki lengur. Trúverðuleiki er eitthvað sem er áunnið en kemur ekki í lofttæmdum umbúðum til neytandans.

Kirkjan sem stofnun hefur ekki farið varhluta af þessu. Kirkjan hefur ekki farið varhluta af þessari umræðu.

Hún stútfull af velmeinandi manneskjum sem starfa af helium hug frá morgni til kvölds oftar en ekki í erfiðum aðstæðum. Einstaklingar sem treystu henni finna sig ekki lengur vera velkomin sem óþarfi er að ræða hér á þessari stundu fjölskyldumessu. Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið eru kynslóðirnar hér saman komnar með margvíslegar hugsanir og væntingar sem sameiginlega takast í hendur bjartsýnnar tilveru. Það er kannski það sem guðspjall dagsins er að benda okkur á að horfa fram á vegin. Verkefnin sem okkur er treyst fyrir eru margvísleg á þeirri leið eru girðingar sem varna okkur leið. Í stað þess að klifra yfir, fara styðstu leið vaða áfram beint af augum ættum við að leita að hliðinum sem opna okkur leið vegin heiðarlega áfram.

Staðreyndin er sú þótt að áhyggjur sæki að allstaðar hvort heldur það er af stjórnkerfinu, fjölmiðlum, vinnustöðum, heimilum, kirkjunni hvar sem við erum í sveit sett hvaða skoðanir sem við höfum á hverju öðru skulum við ekki vera eyða dýrmætum tíma…

- Það væri ekki svo vitlaust að eiga einn dag í viku sem er áhyggjulausi dagurinn. Prófa að treysta náunganum, taka öllu því sem sagt er með barnslegri einlægni í trausti að vel er gert. Mæta náunganum í áhyggjuleysi hugans.

Það er svo margt vel gert í samfélaginu. Svo margt sem við meðvitað og ómeðvitað látum fara framhjá okkur og við missum tækifærið til að læra af og nærast vegna þess að við treystum ekki náunganum. Það hefur stundum verið sagt að starf kirkjunnar sé best varðveitta leyndarmál samfélagsins. Áheyrandi góður, láttu á það reyna að taka skrefið til kirkjustarfsins í kirkjunni þinni í vikunni. Þar eru engir þröskuldar ýtir bara á líkar eða líkar ekki takkann og þú ert áhyggjulaus.

Dýrð sé Guði, föður og syni og heilögum anda. Svo sem var í upphafi, er og verður um aldir alda. Amen Takið postullegri blessun: Náð Drottins vors Jesú Krists, kærleiki Guðsog samfélag heilags anda sé með yður. Amen