Tvær hendur tómar

Tvær hendur tómar

Orðin flugu á milli eins og fis í baminton ef ég leyfi mér enn að dvelja á slóðum íþróttanna. Kemur það meðal annars til að eitt fermingarbarnið skaut föstu skoti - sláin - stöngin inn að Gylfi Sigurðsson knatttspyrnukappi hjá Everton biði bænar á kvöldin en aldrei fyrir leik. Það er því ekki fjarri sanni þegar rætt er um bænina að grípa til íþrótta máls því að bænaiðkun krefst einbeitingar og æfingar. Segir ekki einhversstaðar að æfingin skapar meistarann.


Útvarpsprédikun sunnudaginn 17. maí 2020

Guðspjall Jóh.16.23b-30

 

Bæn.

Bænin má aldrei bresta,

búin er freisting ýmislig.

Þá líf og sál er lúð og þjáð,

lykil er hún að Drottins náð.

                Hallgrímur Pétursson

 

 

Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi.  Amen

 

Bænin sem ég fór með í upphafi er eftir Hallgrím Pétursson prest og skáld.  Fer vel á því á Hinum almenna bændadegi. 

Í dag er mikið talað og skrafað um núvitund og það að dvelja í augnablikinu.  Hljómar eins og núvitundin hafi verið uppgvötuð í gær eða síðustu viku.   Því fer fjarri því núvitund hefur fylgt manneskjunni frá fyrstu tíð en það er kannski fyrst núna í erli daglegs lífs að manneskjan er að uppgvöta upp á nýtt það sem hún hefur glatað í endalausri leit sinni að merkingu og meiningu lífs.  Á pari við lærisveina Jesú sem fundu sig týnda, ráfandi um skilningsvana á æðarslag lífsins.  Það er einusinni svo að bænin skerpir á núvitund, gerir okkur meðvitaðri um okkur sjálf og náungann.  Það er ekki að ófyrirsynju að sagt er að bænin sé andardráttur lífsins.

Einhverstaðar á þeim slóðum vorum við stödd á vetri liðnum, prestarnir í Árbæjarkirkju og fræðarar í fermingarfræðslustundu.   Ef ég á að vera alveg hreinskilin átti ég frekar von á að toga upp úr börnunum hvert orð í þessum kafla fræðslunnar um bænina.  Það var öðru nær.  Ungmenninn eins og góður flugumferðarstjóri (þegar það var næg eftirspurn eftir flugi) voru ekki lengi að kalla okkur fræðarana niður á jörðina.

„Hvernig getum við verið viss um að Jesú heyrir bænir okkar?“  var fyrsta spurning eins fermingarbarnsins.  Góð og gild spurning sem margir hafa leyft sér að dveljast við eina stund eða svo, hugsaði ég með mér.   Lofar góðu og ég kastaði spurningunni áfram á hópinn.  Miklar umræður spruttu upp eins og græðlingar að vori sem lofa góðu.  Einhver í hópnum sagði í hálfkæringi að það þýddi ekkert að vera biðja um kærustu og uppskar hlátur nánasta viðhengis.  Í huga barnana var þetta Fella í keilu ef gripið sé til íþróttamáls.  Einhver sá sér leik á borði eins og góður skákmaður og sá fyrir sér næsta leik skák og mát og spurði hvort viðkomandi hafi reynslu af því að biðja sér kærustu í morgun eða kvöldbæninni sem varð til þess að sá sem kastaði fram fullyrðingunni setti dreyrrauðan.   Þarf ekki að hafa orð um að þessi athugasemd vakti mikla kátínu viðstaddra.  Einhver barnanna voru meinhæðin án þess að vita það og önnur virkilega einlæg í tjáningu orða krydduð með hjáróma tali sem meiddi engan.  Orðin flugu á milli eins og fis í baminton ef ég leyfi mér enn að dvelja á slóðum íþróttanna.   Kemur það meðal annars til  að eitt fermingarbarnið skaut föstu skoti - sláin - stöngin inn að Gylfi Sigurðsson knatttspyrnukappi  hjá Everton biði bænar á kvöldin en aldrei fyrir leik.  Það er því ekki fjarri sanni þegar rætt er um bænina að grípa til íþrótta máls því að bænaiðkun krefst einbeitingar og æfingar.    Segir ekki einhversstaðar að æfingin skapar meistarann.   Það verður ekkert til af engu.   Yfir það heila í rúmlega fjörtíu mínútna samtal um bænina var útkoman að einhver barnanna höfðu notað bænina sem pöntunarform allt frá að ganga vel í prófum, fá síma, hjól upp í eins og áður segir kærasta/kærustu.  Þeim fannst reyndar mörgum að þau hafi ekki verið bænheyrð.  Einhver í hópnum vildi meina að sambandið við Guð væri lélegt-kerfið sprungið eða Guð hefði bara öðrum hnöppum að hneppa en að hlusta á bænir unglinga.  Guð hefði ekki skilning á þörfum þeirra.  Allir væru uppteknir af sínu, líka Guð.

Ég vildi ekki skilja við þau þarna og sagði þeim söguna af aldraða manninum sem hitti ungan mann sem af ásjónu hans að dæma var vonleysið uppmálað.  Ungi maðurinn átti i erfiðleikum, hafði farið fram úr sjálfum sér í fjármálum og sá enga leið, vonlaus að úr myndi rætast.  „Það er ekkert hægt að gera með tvær hendur tómar“ muldraði ungi maðurinn.  Sá gamli sagði við hann, „það er alltaf hægt að leggja saman tvær hendur tómar í bæn til Guðs.  Ungi maðurinn var ekki viss fannst það auðvirðulegt.   „Sagðir þú að ungi maðurinn hafi verið í fjárþröng?“  skaut eitt fermingarbarna inní.  Einhverjum fannst þetta fyndið  - í fjárþröng – höfðu aldrei heyrt þetta orð.  Eftir að hláturinn hafði sest og sæmileg ró komin á, kastaði ég fram síðustu spurningunni inn í hópinn og spurði hvað þeim fyndist um þetta svar unga mannsins.  Reyndar varð ég að byrja á að þýða fyrir þau orðið auðvirðulegur.  Eftir að farið var í gegnum þann skafl var niðurstaðan sú að þau voru sammála unga manninnum.  Vil ég leyfa mér að segja og halda að það hafi ekkert með aldursfordóma að gera.  Sannleikurinn er sá ef hægt sé að setja verðmiða á sannleikann, að margir vilja ekki koma fram fyrir Guð nema upprétt, með gjafir, ávexti og góð verk.   Ef hægt er að tala um réttan tíma er réttast að koma fram í bæn þegar hendur okkar eru tómar.  Enda segir að tómar hendur sé skilyrði þess að vera ríkur i Guði. 

Því miður er það svo þessa dagana að margir finna sig í kófi atvinnuleysis og  óvissu um framtíð sína.  Eins og margoft hefur verið klifað á að við lifum á fordæmalausum tímum veröldin öll sem elur af sér atvinnuleysi, veikindi  og finna sig í að vera með tvær hendur tómar í eigin og óeyginlegri merkingu þess orðs að hafa hendur tómar.   Svo það sé fært til bókar að hafa „hendur tómar“ hefur ekkert með að gera fjárhag manneskju, það er óralangur vegur frá því.   Einstaklingur getur verið ríkur af fé og veraldlegum auð en samt með tvær hendur tómar.   Margur er sá sem finnur í eigin fari ekki síst á tímum sem þessum að ekkert í fari þess sem vekur áhuga.    Tilfinning sem borar sig inn í vitundina og eyrir engu.  Margir, fjölmargir á öllum aldri eru rúin sjálfstrausti kvíða fyrir morgundeginum.

Í guðspjallstexta þessa dags fimmta sunnudag eftir páska á hinum almenna bænadegi talar Jesú til lærisveina sinna og segir meðal annars að „hvað sem þér biðjið föðurinn um í mínu nafni mun hann veita yður“  sem leiðir okkur til þess að þegar við spennum greipar og leggjum huga og hjarta, lifur og lungu i faðm almættis þá gerum við það í þeirri vissu að á okkur er hlýtt að eyra sé lagt við andardrátt hugsunar og bænar að við erum bænheyrð.  Sú bænheyrsla þarf ekki vera eins og við ætlum að verði.  Ekki eitthvað sem við pöntum og sækjum í pósthúsið standandi í  röð á eftir öllum hinum sem eru á undan þar til að númerið okkar kemur upp.  Förum heim með óskir okkar, opnum og kíkjum á spennt eins og ungmennin sem sagði frá hér að framan.  Ungmenni sem þekkja ekki annað en að fara hraðar en hraðast og allt sem á að gera gerðist helst í gær eða fyrradag.   Óneitanlega hefur sú hugusun verið tuktuð til og hrist uppí á dögum Covit og ég sem ætlaði ekkert að minnast á þá óværu.  Við þufum ekki að leita langt úr fyrir eigin huga á undanförnum árum að sjá þetta gerast -óværu-óþolinmæðar og trú á eigin mátt og efasemda og getu sem í sjálfu sér er í lagi en við minnt á vanmátt okkar.   Finna okkur í að vera með tvær hendur tómar eiga ekki svar eða svör.  Máttur og hugur mannsins hefur farið með okkur langt og svo mun vonandi verða áfram og ef eitthvað eflast.

 Mennirnir ætla en Guð ræður. 

Við sem í dag lifum komin á miðjan aldur og eldri höfum lifað ótrúlega tíma, slæma og góða og er þá nógu af að taka í hugsun mannsins, falli og reisn mannsandans.   

Það líður ekki sá dagur að við eigum ekki samtal við aðra manneskju og til þess að gera við okkur sjálf.  Samtal sem leiðir stundum til einhvers sem okkur hefur ekki órað fyrir að yrði.  Samtöl eru margvísleg, það getur verið samtal reiði, rifrildis, gleði og uppörvunar. Það getur líka verið samtal þagnarinnar.  Orð eru yfirleitt til margs og mikils slæms og góðs en alls ekki alls.  Jesú átti mörg samtölin við samtímamenn sína, samanber guðspjall dagsins í dag.   Sum voru með vilja þeim sem á hlýddu misskilin til illra verka og önnur meðtekin til góðs, þannig er það á öllum tímum og svo þau samtölin sem hans nánasta fylgdarfólk skildi ekki, það má alveg setja það undir sama hatt að svo sé á öllum tímum.   Það vantaði ekkert upp á vilja lærisveina Jesú með skilningin.  Jesú vissi að svo var eins og fram kemur í guðspjalli dagsins.  Hann sagðist hafa talað í líkingum en ekki lengur heldur berum orðum.

Oft finnum við okkur í þeim aðstæðum að geta ekki orðað hugsanir okkar svo vel fari og ákveðum að segja ekki neitt.  Það er álíka viturlegt og sitja með hendur í skauti og horfa á veröldina/lífið fara hjá og við sitjum eftir á brúasapalli fortíðar og bíðum eftir næstu rútu. 

Lífið er margbreytilegt í öllum regnbogans litum.  Að vera einhverjum til gagns og uppörvunar eru mestu gæði sem nokkurri manneskju getur hlotnast.  Til þess að svo megi vera þurfum ekki ekki vera með fullar hendur heldur nægir tvær hendur tómar og leggja þær saman í bæn.  Sá eða sú sem biður af hjartans einlægni og trú að vel verði fyrir séð er sátt/sáttur við sig.  Utan um þá bæn og utan um þá trú er ekki hægt að slá upp neinu sem getur hamið þá hamingju sem fylgri því að uppggvöta innri breytni hugar og sálar.

Hvað var það sem lærisveinar Jesú skildu ekki?   Breytni mannsins til betri vegar gagnvart náunganum er hið eina sanna réttlæti, er boðskapur Jesú.  Réttlæti hið innra, hjarta og hugar.  Þannig er svar Guðs við bænum okkar.  Þannig getum við verið viss um að bænum okkar er svarað.  Ekki endilega eins og áður segir eins og við vildum helst.  Það er í lagi að orða bæn á þá vegu sem hjarta og hugur segir á þeirri stundu sem beðið er.   Einhvertíma las ég eða heyrði að það væri búið að skrifa og segja allt í heiminum.    Það er engu við að bæta.   

Um daginn á göngu um Elliðarárdalinn varð mér hugsað til þessa.  „Það er búið skrifa og segja allt.“   Allt sem ég segi, allt sem ég hugsa, allt sem ég læt frá mér í orði og riti er aðeins veik viðleitni til þess að uppgvöta og færa í orð skilning á umhverfinu sem við erum hluti af og leiðum stundum hjá okkur.  Leyfum okkur að spegla okkur í sögðum orðum til þess mögulega að sjá og skynja eitthvað nýtt sem leiðir af sér ný orð, nýja hugsun.   Kann að vera við erum hvert  og eitt agnasmár hluti einhvers meira og æðra sem orð fá ekki sagt, eða við náum ekki að halda utanum.   Kannski þessvegna býr þráin í huga og hjarta að segja frá og skrifa til að nálgast þennan óræða veruleika.  Sem gefur okkur að við megum  bæta við veikum orðum og hugsunum í samtali og bæn.   

Bæn er samtal.   

Til hvers væri lifað ef ekkert væri nýtt að sjá og uppgvöta, jafnvel þótt uppgvötunin er ekki ný – en er samt eins og að sækja hana heim eftir langa dvöl frá henni.   Hvað með það þótt við sjáum okkar eigin spor á förnum vegi og uppgvöta að við höfum verið þar áður?  Ég spyr því ég veit ekki svarið.  Það er þarna einhverstaðar - svarið.  Aðeins að við gefum okkur tíma til að hlusta, skynja.   Mér segist svo hugur að skilningurinn  er nær en við höldum.   Eða eins og segir í Mattheusarguðspjalli:  „Biðjið, og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upp lokið verða.“

Höfum í huga í sorg eða fögnuði að Guð er einni bæn í burtu.

Dýrð sé Guði, föður og synir og heilögum anda. Svo sem var í upphafi, er og verður um aldir alda.   Amen.  

Takið postullegri blessun:   Náð Drottins vors Jesú Krists, kærleiki Guðs og samfélags heilags anda sé með yður öllum.  Amen