Þó ég gangi um dimman dal sem vestrin hafa skapað ég geng ekki einn.
Að hver einn og einasti einstaklingur fæðist hér sem ljósvíkingur ég geng ekki einn.
Ég trúi því að allir hafi kraft og geti áhrif haft ég geng ekki einn. [...]
Svo geng ég um þennan dimma dal en aðrir ganga um svartari sal ég geng ekki einn.
Ég bið náungann að vaka yfir mér. Allir eru ljósvíkingar í hjartanu á sér ég geng ekki einn.
Söngur Hjálma og Mugison um ljósvíkingana hefur verið í uppáhaldi lengi. Textinn kallast á við 23. Davíðssálm þar sem einnig er ort um dimman dal og samstöðu og öryggi. Ljósvíkingur hefur verið okkur hugstæður síðustu daga þegar dimmt hefur verið yfir Íslandi út af öskugosinu, þegar við höfum fundið fyrir samkennd og samstöðu þjóðarinnar.
Það er eiginlega eins og spádómur þeirra félaganna í laginu hafi ræst á íslensku þjóðinni í þessari viku: Þegar náttúruhamfarir dynja á okkur finnum við að við göngum ekki ein, að landið okkar er fullt af ljósvíkingum sem eru það ekki bara í huga hendur líka með hendi.
Á þrítugasta og öðrum gleðidegi viljum við þakka fyrir ljósvíkingana og taka undir hvatningu bóndans sem sagði í kvöldfréttunum í vikunni að björgunarsveitarfólkið okkar ætti skilið að fá fálkaorðuna.
Takk ljósvíkingar!
Með færslunni fylgir myndband þar sem Hjálmar og Mugison syngja þetta magnaða lag.