Orð Guðs er móðurmál okkar

Orð Guðs er móðurmál okkar

Skortur á vilja á samskiptum er verra fyrirbæri en Babelsturninn, þar sem hann einangrar manneskjur frá samstarfi við aðra og sérhver maður byggir upp litinn eiginn Babelsturn í litlum sjálfum sér. Þetta er ekki í lagi.
fullname - andlitsmynd Toshiki Toma
12. febrúar 2012
Flokkar

Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen

1. Í dag er Biblíudagurinn. Ég kom í heimsókn til ykkar í Kópavogskirkju á sama degi í fyrra líka og ég er glaður að fá að koma hingað aftur í dag. Í síðasta skipti sagði ég að tungumál eins og íslenska, enska eða japanska væru jarðnesk móðurmál okkar, en Guðs er himneskt móðurmál okkar.

Þó að við þekkjum ekki hvers konar formgerð tungumál Guðs hefur, er það innbyggt inni sérhvert okkar sem hluti ímyndar okkar af Guði. Því getum við öll skynjað móðurmál Guðs, þegar okkur tekst að deila tilfinningum okkar með öðrum, þegar við deilum saman sorg, gleði og jafnvel reiði með mismunandi fólki í heiminum. Mig langar til að hugleiða aðeins meira um Guðs orð sem móðurmál okkar í dag.

En við fyrst hugsum um tungumál á jörðinni eða jarðnesk móðurmál okkar. Það má segja að tungumál er tákn ákveðinnar menningar. Það er tungumál eins og enska eða franska sem er talað í fleiri en einum menningarheimi, en samt er sterkt samband til staðar á milli tungumáls og menningar í hverju tilfelli.

Það má einnig segja að ef það mætast fimm menn sem hafa ólík móðurmál þá mætast þar fimm menningarheimar. Að sjálfsögðu er sérhver maður með eigin persónuleika, sem getur verið sjálfstæður frá menningarheimum. Ekki allir Íslendingar hafa sama hugarfar eða verða fyrir sömu áhrifum frá íslenskri menningu. Því ef við tökum tillit til menningaráhrifa í hverri manneskju þá er það stórt og umfangsmikið verkefni að skilja ,,manneskju".

Ein af ástæðum þess sem gæti hindrað góð samskipti meðal manna er sú að við getum ekki skilið tungumál sem við kunnum ekki. Þessu til stuðnings nefni ég einfaldlega dæmi um samskiptaerfiðleika milli Íslendinga og nýkominna innflytjenda á Íslandi.

Í öðru lagi fylgir því vanþekking og fáfræði um öðruvísi menningarheima. Við erum öll manneskjur og því getum við skilið hvert aðra án þess að skilja allt um einstaka hluta menningar. En stundum veldur samt skortur á skilningi á ákveðnum menningaratriði misskilningi og hleypidómum.

Og í þriðja lagi finnst mér rétt að nefna ,,skort á vilja fyrir gagnkvæmum skilningi“ sem orsök samskiptaerfiðleika. En hvað er það?

2. ,,Skortur á vilja fyrir gagnkvæmum skilningi“ er fyrirbæri sem birtist þegar maður segir eitthvað eða skrifar en samt hyggst maður ekki halda í samskipti við viðkomandi. Sem sé, maður sendir frá sér orð án þess að meta hvort viðtakandi þess skilji það og velti erindinu fyrir sér eða ekki. Maður heyrir orð annars manns án þess að meta hvort það orð skipti sig máli eða ekki. Þannig fara orð meðal munna manna fram og til baka, en aldrei fer inni brjóst þeirra.

Þó að samskiptin séu erfið eins og t.d. þegar menn eiga ekki sameiginlegt tungumál, ef menn reyna að skilja hver annan, þá er það tæknilegt mál en ekki skortur á vilja fyrir samskiptum.

Ykkur gæti fundist ég segja frá sjálfsögðu máli sem þarf ekki að benda á, en ég tel þetta sé alvarlegur nútímalegur sjúkdómur. Þessi sjúkdómur hefur smitast víða í samfélaginu og eyðileggur mannleg samskipti. Því þurfum við að hafa áhyggjur af.

Algeng og slæm dæmi þess finnast á netinu. Það hlýtur að vera sálfræðileg ástæða til staðar, en það er allavega ótrúlegt hvernig mannekjur geta hagað sér illa á netinu, sérstaklega þegar þær senda inn athugasemdir við fréttum, bloggi eða jafnvel á Facebook. Ljót orð, fyrirlitning, bannorð, dómar án röksemdar eða hleypidómafull orð er hversdagslegt brauð þar.

Ég segi ekki allir þátttakendur á netinu séu svona, en þið vitið, mjög margir eru. Fólk sem sendir inn slíkt orð leitar ekki að umræðu, heldur vill það fá útrás fyrir sig. Orð er eins og byssukúla en ekki tækni fyrir samskipti. Þetta einkenni virðist vera meira áberandi í athugasemdum, fremur en í skrifum í bloggi þar sem fólk skrifar skoðun sína. Það þýðir, að þetta fólk vill ekki tjá sig í formi skoðunar, heldur vill það skjóta úr byssu.

Örfá dæmi eru hér. Kona sagði um prest nokkurn : ,,Ég móðgaðist að þetta barna-perra-lið skuli reyna að segja svona“. Maður sagði einnig um prest nokkurn: ,,Þú ert þjóðarskömm. Þú og allt þitt hyski!“ Einhver sagði um mig sjálfan: ,,Toshiki Toma wants to abolish the Icelandic language and introduce English as primary instead. He´s fanatic, delivers hate speeches against minorities and he´s racist“.

Satt að segja, er þetta fyrirbæri verra í heimalandi mínu, Japan. Japanir eru fjölmenn þjóð, og því er auðveldara að týnast í mannfjöldanum. Því getur manneskja sagt hvað sem er án þess að hægt sé að bera kennsl á hana.

Framkoma af þessu tagi hefur slæm áhrif á umræðu, þar sem hún stöðvar skynsamt fólk til að taka þátt í umræðu á netinu. Fólk sem er ekki vant því að mæta slíkum ljótum orðum verður hrætt við að fá þau gagnvart sjálfu sér og hikar við að tjá sig. Þannig ógnar þetta málfrelsi almennt.

Þetta var mjög áberandi og dæmin slæm. En skortur á vilja fyrir samskiptum getur einnig verið saklausari. Sem dæmi má taka kennara eða prest sem flytur ræðu með full af sérfræðilegum orðum án þess að taka tillit til hæfileika áheyrenda til að skilja.

Í prestaskólanum mínum í Tokyo læra nemendur fyrst í tíma um prédikun þessa reglu: ,,Ekki nota grískt orð eða hebreskt orð í prédikun ykkar. Geymið það í skrifstofunni ykkar!“ Þetta er áminning um að grískt orð eða hebreskt orð er oft og tíðum notað, ekki til að hjálpa áheyrendum að skilja Biblíu betur, heldur meira til að sýna fram á að prestarnir hafi meiri þekkingu umfram nemendurnir eða leikmennina. 3. Orð sem skortir vilja fyrir samskiptum er neikvæð birtingarmynd orðs manneskju. Slíkt orð kemur af munni manns og hverfur aðeins aftur til manns. Slíkt orð tilheyrir manni sem er fullur af sjálfselsku. ,,Ég, ég, ég ... ég þekki best“ ,,ég segi þetta“ ,,ég er dómari“. Í slíkum tilfellum viðurkennir maður ekki öðruvísi hugsjón eða gildi lífsins en eigin hugsjón og gildi. Maður fer fram hjá mikilvægi samskipta við aðra og nauðsyn og þannig neitar maður að eiga náunga sína. Þóknast Guði þetta?

Í Jesaja stendur: ,,Mínar hugsanir eru ekki yðar hugsanir og yðar vegir ekki mínir vegir, segir Drottinn. Eins og himinninn er hátt yfir jörðinni eru mínir vegir hærri yðar vegum og mínar hugsanir hærri yðar hugsunum“(Jes 55.8-9) Á grundvelli þessa erum við fáfróð og þekkjum ekki um vegi Guðs og hugsun. Því verðum við að hlusta á Guð.

Þegar mannkynið gleymdi þessu, reyndi það að byggja upp Babelsturninn. En a.m.k. var Babelsturninn samstarf manna. Nútímalegur sjúkdómur af skorti á vilja á samskiptum er verra fyrirbæri en Babelsturninn, þar sem hann einangrar manneskjur frá samstarfi við aðra og sérhver maður reynir að byggja upp litinn eiginn Babelsturn í litlum sjálfum sér. Þetta er ekki í lagi.

En við megum ekki telja að þessi nútímalegi sjúkdómur sé í burtu frá okkur sjálfum. Við gætum hafa smitast af honum án vitundar. Því þurfum við að skoða okkur sjálf fyrst og fá lifandi orð til baka til okkar.

4. Til þess þurfum við að muna að hlusta á Guð til að vita vegi hans. Þá verðum við leidd til stöðu sem hafði verið fyrir en sögu Babelsturnsins. Þá getum við staðfest enn einu sinni að við eigum Guðs tungumál sem móðurmál okkar. Þó að við þekkum það ekki á áþreifanlegan hátt, er þessi fullyrðing sönn.

Við getum sagt um Guðs orð sem móðurmál okkar eftirfarandi: ,,Eins og regn og snjór fellur af himni og hverfur ekki þangað aftur fyrr en það hefur vökvað jörðina, gert hana frjósama og gróandi, gefið sáðkorn þeim sem sáir og brauð þeim er eta, eins er því farið með orð mitt sem kemur af munni mínum, það hverfur ekki aftur til mín við svo búið heldur kemur því til leiðar sem mér þóknast og framkvæmir það sem ég fel því“(Jes 55.10-11). Þetta á að vera okkar tungumál.

Þegar við fáum Guðs orð sem móðurmál, þá þekkjum við mikilvægi þess að hlusta hvert á aðra og viðurkennum fjölbreytileika meðal okkar manna. En sem fosenda þess lærum við sameiginleika okkar sem er mikið stærri en fjölbreytileikinn. Við öll eigum sama móðumál sem Guðs börn. Við öll, en ekki bara meðal vinahóps okkar. ,,Öll“ þýðir að það er fólk á meðal okkar, sem við könnumst einnig ekki vel við. Þess vegna krefst það þolinmæði og eftirlits yfir okkur sjálf stöðugt.

Það er vísdómsorð eftir kristinn einsetumann í eyðimörk Egyptalands um á fjórðu öld: ,,Faðir Poimenn sagði. Það er svona maður. Hann litur út fyrir vera í kyrrð og friði, en inni brjósti sínu er full af gagnrýni gegn náunga sína og þannig talar hann sífellt í anda og getur ekki notið friðar. Það er annar maður. Hann talar án afláts frá morgni til kvölds. En sérhvert orð hans er velhugsað og þýðingarmikið. Þannig skapar hann kyrrð og frið á sinn hátt meðal náunga“. Málið er ekki hvort maður eigi að tala eða þegja. Málið snýst um að við skulum hlusta á orð sem við eigum að hlusta á, og að bera skilaboð sem við eigum að bera með okkur.

Við búum núna í samfélagi þar sem orð manna skella á okkur eins og flóð á hverjum degi, en talsvert orðanna skortir vilja fyrir gagnkvæmum skilningi á milli sín. Engu að síður, eða af því að staðan er svona, skulum við leita að orðum sem við eigum að hlusta á, og berum orð sem eiga skilið að vera borin til náunga okkar. ,,Já, þér skuluð fara burt fagnandi og örugg verðið þér leidd af stað“(Jes 55.12) Munum að Guðs orð er móðumál okkar. Guðs orð sé með okkur.

Dýrð sé Guði, föður og sýni og heilögum anda. Svo sem var í upphafi, er og verður um aldir alda. –Amen

(Takið postullegri blessun.) Friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, varðveiti hjörtu yðar og hugsanir yðar í Kristi Jesú. -Amen

Leitið Drottins meðan hann er að finna, ákallið hann meðan hann er nálægur. Hinn guðlausi láti af breytni sinni og illmennið af vélráðum sínum og snúi sér til Drottins svo að hann miskunni honum, til Guðs vors því að hann fyrirgefur ríkulega. Mínar hugsanir eru ekki yðar hugsanir og yðar vegir ekki mínir vegir, segir Drottinn. Eins og himinninn er hátt yfir jörðinni eru mínir vegir hærri yðar vegum og mínar hugsanir hærri yðar hugsunum. Eins og regn og snjór fellur af himni og hverfur ekki þangað aftur fyrr en það hefur vökvað jörðina, gert hana frjósama og gróandi, gefið sáðkorn þeim sem sáir og brauð þeim er eta, eins er því farið með orð mitt sem kemur af munni mínum, það hverfur ekki aftur til mín við svo búið heldur kemur því til leiðar sem mér þóknast og framkvæmir það sem ég fel því. Já, þér skuluð fara burt fagnandi og örugg verðið þér leidd af stað. Fjöll og hæðir ljósta upp fagnaðarópi frammi fyrir yður og öll tré á sléttunni klappa saman lófum. Í stað þyrnirunna skal kýprusviður vaxa og myrtusviður í staðinn fyrir netlur. Þetta verður Drottni til dýrðar, ævarandi tákn sem aldrei skal afmáð. Jes 55.6-13