.
Það er til fræg mynd sem tekin var úr
geimfarinu Voyager 1 þar sem myndavél farsins var beint í átt til jarðar í þá
mund að það var við ystu mörk sólkerfisins okkar, eftir 40 ára ferðalag um
himingeiminn. Reyndar átti farið þá eftir 30 þúsund ár til að komast algjörlega
úr sólkerfinu en hver er að telja.
Föli blái punkturinn hér fyrir
ofan er jörðin séð við ystu mörk sólkerfisins. Á þeirri stundu að
myndinni var smellt af var ég og þú sem í dag erum komin á miðjan aldur og eða
eldri að lifa lífinu. Ef ég hefði vitað af myndatökunni hefði ég eflaust
splæst í eitt geimbros.
Á þessum föla bláa punkti séð úr 6 milljarða
km. fjarlægð lifum við manneskjurnar.
Á þessum föla bláa á punkti rúmast okkar daglega
líf.
Á þessum föla blpunkti elskumst við og hötumst
út í hvert annað. Heyjum stríð vegna einhvers sem engin veit.
Á þessum litla punkti er velsæld og fátækt.
Á þessum litla punkti fæðast börn til lífs á
meðan aðrir deyja, einhverjir saddir lífdaga, á meðan aðrir þyrstir í lífið en
deyja... um það er ekki spurt, því við fæðumst til að deyja.
Á þessum litla punkti falla sorgartár og
gleðihlátur bergmálar á næstu stjörnum og allt það sem við þráum og væntum.
Hugmyndir um okkur sjálf og aðra og lífið rúmast á þessum föla bláa
punkti.
Á þessum litla punkti eru meginlönd sem
burðast með sín fjöll og fyrnindi, náttúru, skóga og sanda, inn og úthöf þar
sem skip sigla með mannfólkið í maganum og neysluvörur á leið frá höfn til
hafnar. Undir yfirborði sjávar synda fiskar og aðrar lífverur.
Hvalir sem gleypa til sín loftið og fara með niður í undirdjúpin og ferðamenn
kætast og munda vélarnar sínar til að frysta andartakið á meðan lífið fyrir
ofan lætur sér fátt um finnast. Fuglar fljúga þöndum vængjum og
manngerðar flugvélar enn ofar í himinblámanum, skilja eftir sig rendur eins og
pensilfar eftir málara en afmáðst um síðir þar til nú nýverið að myndin hefur
breyst. Flugvélar og ferðamenn eru ekki lengur innan rammans heldur það
sem festist ekki á mynd.
Hugsanir og hugarflug koma í stað
ferðamannsins og ferðalagsins. Það kemur alltaf eitthvað í staðin fyrir
eitthvað annað. Hugsanir eins og hvað skyldu fuglar himins hugsa og eða
við manneskjurnar og dýrin sem ekki höfum vængi til að flytja sig á aðra staði
framandi staði? Kannski eins og við manneskjurnar þessa dagana sem
sitjum heima og látum okkur dreyma í vöku um eitthvað annað en er í raun.
Það má því ferðaskrifstofa hugans lokar ekki þrátt fyrir tilskipanir
yfirvalda og samkomubanns. Þangað er alltaf hægt að leita og róta í
hillum ímyndunaraflsins, finna eitthvað til sem kannski varð til á því
augnabliki að myndin af jörðinni við ystu mörk sólkerfisins var tekin.
Við jaðar ystu marka hugans hefur þú kannski aldrei afráðið að ferðast
til eins og við erum fús að ferðast.
Hvað sem við framleiðum sem manneskjur eða
byggjum í kringum okkur, ökutæki, skip, flugvélar sem flytja okkur á
augnabliksstundu milli heimsálfa burtu frá því sem er til þess sem kann að
verða er ekki lengur þessa dagana. Við kunnum að hræðast það. Það er
mannlegt að óttast það sem við þekkjum ekki.
Óttinn býr nefnilega líka á þessum Föla bláa
punkti ásamt svo mörgu öðru með okkur bæði sýnilegt og ósýnilegt. Kannski
eitthvað sem við viljum ekki sjá en vitum að er.
Hýsill óttans þrífst ekki á þessum Föla bláa
punkti heldur í huga okkar mannanna sem höfum fengið þennan Föla bláa punkt í
fangið. Þessi dægrin höfum við sameiginlega sem manneskjur ábyrgð að
bera. Það er engin undanskilin. Það er ekki í boði að benda á hvert
annað og segja að það sé þessum eða hinum að kenna í hæfilegri fjarlægð.
Ekki bara einhver í fjarlægð þar sem fjarlægðin sveipar allt bláma
einfaldleikans og fegurðar og stundum ljótleika. Í fjarlægð endimarka
sólkerfisins virðist það lítið mál að bera, en er ekki í raun. Við viljum
fjarlæga okkur öllu því sem er í dag, skiljanlega. Það má segja að margt
hafi verið tekið frá okkur sem lifum á þessum Föla bláa punkti þessi dægrin.
Eftir stendur.
Hvað er það sem hefur verið tekið frá okkur?
Einhver kann að segja snertingin sem er
manneskjunni mikilvæg. En má ekki líka segja að hún sé okkur gefin.
Því allt það sem frá okkur hefur verið tekið höfum við fengið nýja sýn á.
Allt sem við höfum horft á og gert hafi verið sjálfsagt.
Það var ekki sjálfgefið að myndin af jörðinni
var tekin. Myndin minnir okkur á smæð okkar í alheiminum og smæð okkar á
Föla bláa punktinum.