Meðan ég þagði, tærðust bein mín (Sl. 32.3)
Þjáningin þarfnast orða en einhver verður að grípa orðin, einhver óttalaus, óhrædd við sársauka sorgar minnar. Orðin eru enn þögul og myndirnar kyrrar. Þögul og kyrr orð svo þú getir heyrt tilfinningar mínar.
Orð mín gef ég þér og í sameiningu rekjum við þau í sundur: Við málum með þeim og nýr heimur kemur í ljós sem við höfum aldrei augum litið. Orðin eru verkfæri okkar: full efa, óörugg, leitandi; frek, æst, reið; mjúk, ástrík.
Orðin gefa þjáningunni lögun og hún verður léttbærari, ég læri að þekkja hana og ráða við hana. Þjáningin þarfnast orða! Meðan ég þagði þá nísti hún mig en þú opnaðir orðum mínum faðminn. Ég þarf ekki lengur að þegja.
Nógu lengi hef ég reynt þig. Treystir þú þér til að taka við orðunum? Það er líkast því að feta sig út á þunnan ís og vita ekki hvort hann heldur, hvort hann ber yfir djúpið. Ég beiti fyrir mig broddunum áður en ég fer lengra og horfi skelkuð til baka. En nú veit ég að hann ber mig, þess vegna miðar mér áfram og ég hika ekki lengur. Hann heldur. Þú heldur.
,,Andardráttur umhyggjunnar" e. Caroline Krook.