Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen.
1. ,,Þér hafið ekki útvalið mig heldur hef ég útvalið yður“(Jóh.15:16). Þessi orð Jesú í guðspjalli dagsins hljóma hressandi fyrir eyrum okkar. Ef til vill viljum við það að nýkjörnir alþingismenn muni þessi orð og haldi þau fast í brjósti sínu með pínulítilli breytingu: ,,Þið hafið verið ekki sjálfvalin heldur höfum við kjósendur valið ykkur“. Ég óska nýkjörnum þingmönnum til hamingju og vona að þeir starfi og þjóni vel í þágu íslenskrar þjóðar.
Annars hljóma þessi orð Jesú hressandi, af því að við búum í tíma og samfélagi þar sem við teljum það eigi að vera grundvöllur lífs okkar að við veljum eitthvað sjálf. Við hugsum daglega að við skulum velja sjálf hvar við búum, hvernig við klæðumst, hvað við lærum, hvaða starf við viljum að vinna, hverju við trúum, með hverjum við búum eða hvort við eignumst barn eða ekki. Að sjálfsögðu er það ýmislegt sem við getum ekki valið sjálf í raun, en samt hugsum við á þeim grundvelli að við eigum að velja eitthvað sjálf. Valfrelsi eru mannréttindi.
Í þessari hugmyndafræði samfélagsins sjáum við ef til vill jafnvel og ómeðvitað eitthvað, sem við höfum ekki valið sjálf eða eitthvað sem hefur verið lagt á okkur, með neikvæðum gleraugum. En er það rétt að ósjálfrátt flokka hluti sem við getum ekki valið sjálf sem óæskilega?
,,Þér hafið ekki útvalið mig heldur hef ég útvalið yður“. Samkvæmt orðum Jesú, erum við valin af Jesú. Og það þýðir jafnframt að okkur eru gefin einhver hlutverk, verkefni eða ábyrgð með því að vera valin. Hvort sem við þiggjum það hlutverk eða verkefni með jákvæðu viðhorfi eða okkur langi að afþakka þau, eru þau komin til okkar í kjölfar þess að Jesús hefur valið okkur. Skoðum aðeins betur þá hluti sem koma til okkar þótt við veljum þá ekki.
2. Hvað eru hlutir sem við getum ekki valið sjálf í lífi okkar? Ég held að það séu a.m.k. þrenns konar atriði. Í fyrsta lagi er það umhverfi eða lífskjör þar sem við fæddumst. Þjóðerni, kyn, nafn, uppeldisaðstæður o.fl. getum við ekki valið sjálf. Að sjálfsögðu getum við breyt nokkrum hlutum þeirra þegar við erum orðin fullorðin en ekki frá upphafi lífsins.
Í öðru lagi getum við ekki valið atburði sem eiga sér stað í lífi okkar. Hér á ég við t.d. óvæntar uppákomur, slys, náttúruhamfarir, sjúkdóma, vinninga í lóttó eða kynnum okkar við gott eða vont fólk o.fl. sem við getum ekki alveg stjórnað. Ég held að sérhvert okkar hafi reynslu af óvæntum uppákomum, bæði heppilegum og óheppilegum. Slík reynsla getur jafnvel orðið lykilatriði lífsins okkar síðar.
Í þriðja lagi getum við ekki valið þau hlutverk eða verkefni sem Guð felur okkur í lífinu. Þetta þriðja atriði er dálítið flókið, af því að það er oftast ekki augljóst hvað er verkefni sem Guð lætur okkur í hendum bera. En hlutverk eða verkefni sem Guð gefur okkur koma ekki af tilviljun. Jákvæð áætlun Guðs liggur að baki.
Samt þýðir þetta alls ekki að allt sem gerist í lífi okkar sé eftir áætlun Guðs. Guð gefur okkur sérstök verkefni á meðan hann fylgist með sérhverju okkar lífi og aðstæðum og veitir okkur verkefni sem styrkir okkur og auðgar. Við hugsum um þetta atriði aftur seinna.
Mér finnst það vera mjög mikilvægt að íhuga vel þegar við tökum eitthvert hlutverk eða verkefni að okkur í nafni Guðs. Maður hefur tilhneigingu til að vilja trúa að ákveðið verkefni sé ,,mission“ frá Guði, þar sem það er auðveldasta leiðin til að réttlæta sig og það sem maður hyggst gera. Nornaveiðar á miðöldum eða krossferðir eru dæmi um slíkt í sögu mannkyns og einnig þekkjum við vel hvernig öfgamenn misnota nafn Guðs á okkar dögum.
Svona ofbeldisfull mál geta verið fjarlæg í okkar hversdagslífi, en sams konar misnotkun nafns Guðs eða misskilningur á nafni Guðs getur átt sér stað í kringum okkur. T.d. ef við dæmum einhvern mann í nafni Guðs eða mismunum aðeins vegna þess að hann er ekki kristinn, myndi slíkt ekki samræmast við sanna boðun á nafni Guðs.
3. En hvernig getum við vitað hvort eitthvert hlutverk sé Guðs vilji og hvernig getum við leitað að verkefnum sem Guð ætlar að láta okkur sinna? Ég get nefnt tvennt sem lykilatriði til að íhuga það. Annað er hvar og hvernig áætlun Guðs birtist, hitt er einstakleiki sérhvers lífs okkar.
Hvar og hvernig birtist þá áætlun Guðs? Ég er í samskiptum við nokkra hælisleitendur á Íslandi. Einn þeirra er mjög einlægur kristinn maður. Aðstæður hans í heimalandi sínu voru slæmar, en staðan hefur verið jafn erfið fyrir hann eftir að hann hafði flúið heimalandið. Þegar við hittumst og spjöllum saman, spýr hann alltaf: ,,Hver er áætlun Guðs á baki við allt þetta? Hvað felst í þessum erfiðum dögum fyrir dýrð Guðs?“
Persónulega tel ég ekki að sérhver atburður sem við mætum á ævigöngu okkar sé eftir áætlun Guðs. Ég tel ekki að náttúruhamfarir, bílslys, erfiður sjúkdómur eða óheppilegur atburður séu sérstaklega eftir vilja Guðs. Slíkur atburður á sér einungis stað. Af því að þannig er raunveruleikinn á jörðinni og þar lifum við lífi okkar.
Að sjálfsögðu getum við gert ýmislegt til þess að forðast t.d. bílslys. Við getum kannski gert eitthvað til að minnka einhverja óheppilega uppákomu, en samt getur sorglegur eða óæskilegur atburður gerst í lífi okkar á jörðinni og við þurfum ekki endilega að tengja hann við áætlun Guðs eða vilja Guðs.
Þvert á móti trúi ég því að Guð leiði okkur og styrki okkur sérstaklega þegar við mætum erfiðum tímum og raunveruleikinn dregur okkur niður. Guð hefur vissa áætlun um hvernig við eigum að horfast í augu við erfiðleika okkar og komast yfir þá. Þegar eitthvað vont gerist, spyrjum við eðlilega hvers vegna slíkt gerist hjá okkur og viljum jafnvel álasa Guði. Það er mannlegt og skiljanlegt.
En það sem við eigum að leita á erfiðum tímum, og það gildir jafnt um góða tíma, er leiðarljós sem Guð leggur til í aðstæðunum til að leiða okkur. Og á meðan við fylgjumst með þessum leiðarljósum, getur Guð veitt okkur sérstakt verkefni sem tengt er við þá erfiðu eða góðu reynslu.
4. Við erum að hugleiða hvernig við getum leitað að verkefnum sem Guð ætlar að láta okkur vinna. Annað lykilatriði í hugleiðingunni er einstakleiki sérhvers lífs okkar. Hvað þýðir það?
Hugleiðing um verkefni frá Guði er ekki endilega bundin við erfiða reynslu okkar, en umfjöllum um erfiða reynslu gerir það auðveldara að við tökum eftir ,,einstakleika lífsins“. Eins og sérhvert okkar hefur eigin sjálfsmynd, hefur sérhvert líf okkar sinn einstakleika.
Og að mínu mati, má segja að einstakleiki manns birtist oft mjög skýrt eftir að viðkomandi er búinn að glíma við einhvern harðan tíma og finna lausn á málum sínum. Hvort sem við erum hrifin af því eða ekki, er það satt að erfið upplifun getur oft gert mann sterkari og gefið manni skýrari einstakleika. Og þessi einstakleiki er nátengdur þeim verkefnum sem Guð gefur okkur.
Ég hef kynnt mann sem heitir Tomihiro Hoshino í prédikunum mínum nokkrum sinnum en Tomihiro er þekktur kristinn maður í Japan. Hann er málari og ljóðskáld. Hann var íþróttakennari en lenti í slysi þegar hann var enn ungur. Líkami hans lamaðist allur og þannig hefur hann lifað í 40 ár.
Tomihiro tók kristna trú eftir að hann lamaðist. Hann lærði að mála með penna í munni og yrkja í rúmi á spítalanum. Hann er frábær í verkum sínum og er búinn að gefa út margar mynda- og ljóðabækur og gefur enn fólki hugrekki, hvatningu og kærleika.
Ég myndi aldrei segja að slysið hans hafi verið Guðs vilji, en ég vil gjarnan segja að Guð hafði leitt hann og styrkt yfir erfiða daga eftir slysið og gefið honum einstakleika og sérstakt verkefni. En mikilvægast atriða er, meira að segja, að Tomihiro hefur getað sæst við líf sitt, þó að hann sé allur lamaður. Er það ekki náð Guðs?
Þegar við hugsum um sérkenni okkar eða það hlutverk sem Guð gefur okkur, mun það hvort við séum sátt við þann einstakleika eða það hlutverk vera prófsteinn á hvort það hlutverk sé sannarlega frá Guði eða hugarfóstur okkar. Þó að við gerum eitthvað gott fyrir samfélag og náunga okkar, ef við erum ekki sátt við það og okkur líður illa, þá er það ekki vilji Guðs. Slíkt gæti gerst á takmörkuðu tímabili, en ætti ekki að vera þannig um langt skeið.
Eins og Jesús segir við lærisveinana: ,,Þetta býð ég yður, að þér elskið hvert annað“(Jóh.15:17). Við eigum að elska hvert annað, þá er ,,ég sjálf/ur“ innifalinn þarna líka að sjálfsögðu. Við verðum að passa okkur svo að við vanrækjum ekki að elska okkur sjálf líka.
5. Sérhvert okkar býr yfir eigin einstakleika. Sum eru meðvituð um hann og önnur geta verið enn í leit að honum. Einstakleiki er nátengdur við það að maður er sjálfum sér sannur. Þegar við erum ,,við sjálf“, birtist eistakleiki okkar skýrt. Því má segja að það hlutverk sem Guð gefur okkur er fyrst og fremst að við verðum að okkur sjálfum. Mig langar að nefna þetta atriði ,,fyrsta köllun Guðs“ eða ,,almenn köllun Guðs“.
Og síðan verður mismunandi köllun gefin til hvers og eins okkar. Segjum að það sé ,,annars stigs köllun“. Maður getur fundið köllun sína í öðru stigi í starfi sem læknir eða hjúkrunarfræðingur. Annar getur sýnt einstakleika sinn í listaverki eða íþrótt. Sumt fólk gæti sýnt einstakleika sinn í baráttu gegn erfiðum sjúkdómum.
Einstakleiki manns er mismunandi. En hvað sem um er að ræða, er það sameiginlegt einkenni meðal köllunar í öðru stigi, að hún gefur mönnum hlutstæða mynd af boðorði Jesú: ,,Þér elskið hvert annað“. Köllun er í mismunandi birtingarformi, en kjarni hverrar köllunar er þetta boðorð Jesú.
,,Þér hafið ekki útvalið mig heldur hef ég útvalið yður“(Jóh.15:16). Orð Jesú minna okkur á mikilvægt atriði á meðan við venjumst því að eiga frelsi til að velja og misskiljum að allt sé hægt að velja sjálf. En þá er ekki rými til að taka á móti því sem við fáum ekki valið. Við völdum ekki Jesú til að elska og trúa, heldur valdi Jesús okkur til að elska og treysta. Þessi sannleikur er m.ö.o. náð Guðs, og hún er yfir mannlegt valfrelsi og réttindi.
Hvort sem við tökum á móti náð Guðs með gleði eða við förum fram hjá henni án þess að taka eftir gildi hennar, streymir náð Guðs til okkar endalaust dag eftir dag. Þökkum við Guði og svörum Guði með því að lifa lífi okkar sem við sjálf og elska hvert annað.
Dýrð sé Guði, föður og syni og heilögum anda. Svo sem var í upphafi, er og verður um aldir alda. –Amen