Takk fyrir dýrin

Takk fyrir dýrin

Átt þú gæludýr? Hvers virði eru dýrin í lífi þínu? Ferfætlingarnir sem búa í skjóli mannfólksins gefa ómældan félagsskap og gleði. Fyrir þau sem eru ein í heimili getur gæludýrið verið sannur félagi og vinur sem tekur fagnandi á móti eiganda sínum.

Tobba

Átt þú gæludýr? Hvers virði eru dýrin í lífi þínu? Ferfætlingarnir sem búa í skjóli mannfólksins gefa ómældan félagsskap og gleði. Fyrir þau sem eru ein í heimili getur gæludýrið verið sannur félagi og vinur sem tekur fagnandi á móti eiganda sínum.

Dýr veita nánd og hlýju sem er ósvikin. Samskipti manneskju og dýrs eiga sér stað með snertingu, augliti, tilfinningum, orðum og hljóðum. Manneskja og dýr geta átt alvöru kærleikssamband.

Fáir hafa fjallað um jafningja- og kærleikssamband manna og dýra á jafn sterkan hátt og heilagur Frans frá Assisi. Með bæði orðum og verkum sínum beindi hann athyglinni að því hvernig dýrin eru eins og systkini mannanna, og börn Guðs.

Minningardagur Frans frá Assisi er í dag, 4. október. Víða um heim tíðkast að nota þennan dag til að taka á móti dýrum í kirkjum og gefa þeim sérstaka blessun. Þessi fallegi siður hefur verið iðkaður hér í litlum mæli en hefur ekki skotið rótum.

Á minningardegi heilags Frans frá Assisi þökkum við fyrir dýrin í lífi okkar, sem eru systkin, vinir og félagar. Við þökkum fyrir hlýju þeirra, trúmennsku og viðkvæmni og biðjum um hjálp til að virða þau og þarfir þeirra í önnum dagsins. Amen.