Vinir, okkur vantar orð, það eina sem við eigum eru tárin. Við finnum þörfina fyrir að hittast, faðmast, finna nálægð. Við verðum svo smá og óttaslegin andspænis ógn sem við skiljum ekki.
Hvað getum við gert? Við getum gert eimitt þetta. Komið saman. Fundið samhug. Sent hlýjar hugsanir og bænir til systkina okkar í Noregi sem við finnum svo sárt til með. Ég ætla að fara með litla bæn á íslensku og norsku áður en við fleytum kertum til minningar um fórnarlömb þessa skelfilega atburðar.
Guð, við leitum að orðum en finnum ekki. Viltu koma til okkar á þessari sorgarstundu og mæta okkur þar sem við erum. Engin steinn getur verið svo þungur Ekkert fjall getur verið svo hátt Engin nótt getur verið svo dimm Ekkert haf getur verið svo djúpt sem sorgin sem umlykur okkur Hjálpa okkur að trúa að þú ert nálægur í lífi og dauða. Umvefðu okkur þínum kærleika. Amen.
* * *
Gud vi finner ingen ord, vi har bare våre tårer, vår nød. Kom møt oss hvor vi befinner oss i den tunge sorgen. En sten kan ikke være så tung. Et fjell kan ikke være så høyt. En natt kan ikke være så sort. Et hav kan ikke være så dypt som den sorgen vi føler Hjælp oss tro at du er oss nær både i liv og død. Gi oss din omsorg og din kjærlighet. Amen.
Flutt við kertafleytingu við Tjörnina, 23. júlí 2011.