1. Gamall prestur í Japan, sem ég hef þekkt í yfir þrjátíu ár, er á síðasta stigi erfiðs sjúkdóms. Ungur prestur, sem er eins og á barnabarns aldri gamla prestsins, lét mig vita af því. Ég gat ekki fundið betri orð en: ,,Berist hver dagur til hans sem náð Guðs“.
,,Maður þekkir náð sem gefin hefur verið manni og saknar hennar fyrst þegar náðin hefur tapast.“ Það gerist líka í raun að erfið upplifun getur breyst í ,,náð“ síðar, en ef marka má náð sem við þiggjum með þökkum, mun þetta yfirleitt vera satt hjá okkur mönnum.
Samt er það ekki lögmál, og að sjálfsögðu er það hægt fyrir okkur að viðurkenna náð sem náð og njóta á meðan náðin dvelur í höndum okkar. Það er hvorki erfitt mál né leyndarmál. Til að njóta náðar sem stendur hjá okkur núna, þurfum við aðeins að vita að allt er breytingum háð. Allt er á ferli breytingar og ekkert er óbreytanlegt. Sjálfsögð sannindi, en engu að síður gleymist það svo oft. Japanskur búddismi leggur áherslu á þessa hugmynd um ,,umbreytingu“ (Mujou-kan) mikið. Því hef ég vitað um hugmyndina yfirborðslega frá ungum aldri, en hún var ekki ,,inni í“ brjósti mínu.
2. Kannski á maður að læra um ,,umbreytingarsjónarmið“ stig af stigi af reynslu í lífinu sínu. Fyrir rúmum tíu árum lendi ég í árekstri við starfsfólk Alþjóðahúss, sem hafði verið góður og mikilvægur samvinnuaðili, vegna ágreinings um þjónustustefnu.
Sambandi okkar var slitið og ég einangraðist töluvert. Mér sýndist það vera endalausir gráir dagar, en sólin skein aftur óvænt þegar stjórn Alþjóðahússins breyttist. Þá kom vorið.
Næstu nokkur ár reyndust áhugaverðir og skemmtilegir dagar fyrir mig í starfi. Allt gekk vel, en ég hafði lært eitt á eigin skinni: ,,Nú er allt í fínu lagi. En vetur mun koma einhvern tíma aftur“. Og það var rétt. Kreppurnar komu og Alþjóðahúsið var horfið.
Ég varð aftur í einangrun en í þetta skipti var mér gefið gott skjól í Neskirkju með gott vinnuumhverfi og samstarfsfólk. Ég tek þeim sem náð og ég lít alls ekki á þau sem sjálfsagt mál. Þá mætir kirkjan sem heild erfiðum tíma og hann virðist standa enn yfir. En ég er alveg viss um þessi erfiði tími haldi ekki áfram að eilífu. Vorið mun koma með tímanum.
3. Fyrir tíu árum komu börnin mín tvö saman til mín alltaf um helgar. Ég var helgarpabbi. Eftir nokkur ár breyttist það þannig að annað hvort sonur minn eða dóttir mín kom til mín í einu, þar sem þau urðu of stór að vera saman í lítilli íbúð minni. En ég hafði aldrei hugsað að dvöl þeirra hjá mér væri sjálfsagt mál eða tilvist þeirra hjá mér myndi vera óbreytanleg í framtíðinni.
Nú eru þau orðin enn stærri og geta komið til mín aðeins óreglulegar. Ég er glaður samt. Eftir nokkur ár, verða þau alveg sjálfstæð og eignast eigin fjölskyldu hvort fyrir sig. Þau geta farið úr landi eins og ég gerði sjálfur og flutti til Íslands. Allavega er það visst að ég hitti börnin mín minna en ég get núna. Og þetta á að vera svona.
Ég held að ég sé lánsamur af því að ég er ekki að gleyma því að njóta hverrar stundar með börnunum mínum sem ómetanlegrar náðar Guðs. Raunar segi ég hið sama um foreldra mína. Hvert sinn þegar ég heimsæki þau held ég að það muni vera í síðasta sinn sem ég sé þau á jörðinni, og því þakka ég það tækifæri.
Það verður ekki eftirsjá að þurfa að upplifa eitthvert ,,síðasta skipti“ í lífinu. En það myndi vera eftirsjá ef ég tek eftir því að lokum að ég hef farið fram hjá náð án vitundar minnar. Ég veit ekki hve mikið ég get tekið á móti náð Guð sem náð með þökkum. En a.m.k. vil ég geyma þau atriði í brjósti mínu og reyna að bjóða hverja náð velkomna.